Vala Matt hefur fylgst með ferlinu í Íslandi í dag frá því fyrir ári síðan. Þá var húsið tíu fermetrar en er nú orðið tólf.
Í húsinu má finna margar sérstakar lausnir eins og heimasmíðaður sófi sem hægt er að breyta í rúm í lokrekkju sem smíðuð var við húsið.
Listsakonan og verðlauna hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og maður hennar Jón Ásgeir hafa sjálf smíðað og hannað allt sem tengist þessu ævintýralega litla húsi.
Ekkert rafmagn er eða rennandi vatn en það kemur ekki að sök því þarna eru lausnir.
Vala Matt fékk að sjá útkomuna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.