Skinkan langódýrust í Prís Lovísa Arnardóttir skrifar 6. september 2024 12:01 Prís opnaði 17. ágúst og er enn ódýrasta matvöruverslunin. Vísir/Vilhelm Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér. Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Fjórar stærstu matvörukeðjur landsins lækkuðu verð sín frá ágústbyrjun og til ágústloka á þeim vörum sem voru til skoðunar í verðlagseftirliti ASÍ. Bónus lækkaði verð á 19 prósent vara, Krónan og Nettó um níu prósent og Hagkaup um þrjú prósent. Ekki er um afmarkaða lækkun að ræða samkvæmt tilkynningu. Vörur í öllum flokkum allra fjögurra verslana hafi verið lækkaðar. Verð voru skoðuð dagana fram að 11. ágúst og dagana fram að 29. ágúst. Í tilkynningu ASÍ um verðlagseftirlitið segir að þó svo að Bónus hafi lækkað verð á flestum vörum hafi meðalverð þar lækkað minnst af þessum fjórum verslunum, eða um 0,3. Nettó hefur lækkað mest, eða um 0,8. Þó er bent á að á tímabilinu hafi heilsudagar verslunarkeðjunnar farið fram. Í tilkynningu ASÍ segir að þetta skýrist að hluta af krónu-fyrir-krónu verðstríði við Prís í til dæmis mjólkur- og kjötvörum. Prís opnaði í miðjum síðasta mánuði og kemur fram að frá þeim tíma og til 5. september hafi verð þar lækkað á 264 vörum og hækkað á sex vörum. Prís er því enn ódýrasta matvöruverslunin í samanburði verðlagseftirlitsins. Fjórða hver vara fimm prósentum ódýrari Af þeim 340 vörum sem finna mátti í Bónus, Krónunni og Prís þann 5. september voru 97 prósent á lægsta verðinu í Prís. Í Bónus voru sjö prósent á lægsta verðinu og í Krónunni ein vara – Kjarnafæðis-bratwurst sem kostaði 612 krónur, eins og í Bónus. Í Prís kostaði varan 613 krónur og í Nettó 614 krónur. ASÍ segir muninn þó ekki alltaf hafa verið svo tæpan. Fjórða hver vara hafi verið yfir fimm prósentum ódýrari í Prís en í Bónus og tíunda hver vara tíu prósentum ódýrari. Ein var var á hálfvirði miðað við Bónus, það var Goða skinkubunki. Í tilkynningu ASÍ til verðlagseftirlitsins segir að verðlag á matvöru hafi lækkað um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Nánar um verðlagseftirlitið hér.
Matvöruverslun Verðlag Neytendur Tengdar fréttir „Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24 Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32 Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
„Prísáhrif“ í verðbólgutölum Verð á matvöru lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í þrjú ár samkvæmt nýrri mælingu Hagstofunnar og verðbólga mjakast niður á við. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en hefur þungar áhyggjur af þróun raforkuverðs. 29. ágúst 2024 12:24
Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. 22. ágúst 2024 20:32
Prís hrærir í pottinum: „Ekkert of langt gengið að kalla þetta verðstríð“ Lágvöruverðsverslunin Prís hefur hrist upp í markaðnum og mælist oftast með lægra vöruverð en Bónus. Af um 280 vörum sem Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í dag voru um 200 ódýrari í Prís. 22. ágúst 2024 17:09
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent