Ljóst að banaslysið muni hafa afleiðingar Árni Sæberg skrifar 6. september 2024 13:31 Fyrirkomulag ferða í íshellinn í Breiðamerkurjökli liggur ekki fyrir. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi. Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“ Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Gísli Eyland, framkvæmdastjóri Tröll Expeditions, sagði í samtali við Mbl.is í gær að fyrirtækið geri ráð fyrir því að opnað verði fyrir íshellaferðir á Breiðamerkurjökli á ný. Tekið var fyrir slíkar ferðir eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Hafnar í Hornafirði er formaður svæðisráðs suðursvæðis vatnajökulsþjóðgarðs. „Eins og staðan er núna eru engar íshellaferðir og við sem erum í svæðisráðinu, ásamt stjórnendum þjóðgarðsins og stjórn, erum að meta stöðuna. Það er alveg ljóst að þetta hörmlulega slys mun hafa afleiðingar. Við erum sem stendur að horfa í samningana sem eru um þessar ferðir og meta með hvaða hætti gæða og öryggiskröfur og álagsstýring verður.“ Sigurjón Andrésson Vinnan var þegar hafin Hann segir að sú vinna hafi í raun verið hafin áður en slysið varð, enda hafi endurnýjun samninga verið á döfinni. Nú sé kominn aukinn kraftur í vinnuna. „Svæðisráð suðursvæðis hittist í þessari viku ásamt stjórn og við munum hittast aftur í næstu viku. Í gærskvöldi var síðan fjölmennur fundur á Hrollaugsstöðum í Suðursveit, þar sem við hittum þessa aðila, sem eru með samninga. Þannig að samtalið er í fullum gangi og við væntum niðurstöðu í það fyrr en seinna.“ Mikilvægt að harmleikurinn verði ekki til einskis Sigurjón segir slysið hafa verið mikið áfall fyrir alla hlutaðeigandi og íbúa Hornafjarðar. „Það skiptir máli að þetta hafi jákvæð áhrif á þróun þessara ferða. Hugur okkar er sem stendur hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna slyssins og við erum í þessari vinnu, á kafi í þessari vinni, úti í miðri á. Fljótlega munum við stíga næstu skref og koma þessu í betra horf.“
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Sveitarfélagið Hornafjörður Jöklar á Íslandi Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55 Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26 Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Undrandi að enn séu seldar íshellaferðir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir það koma sér á óvart að enn sé verið að selja ferðir í íshella, eftir slysið í íshellinum á Breiðamerkurjökli í síðasta mánuði. Hann spurði á ríkisstjórnarfundi í morgun hvort ástæða væri til að stöðva slíkar ferðir að sumarlagi. 3. september 2024 13:55
Segir oft alltof marga uppi á jökli og inni í íshellum Borgar Antonsson segir slysið á Breiðamerkurjökli ekki þurft að hafa átt sér stað. Borgar rekur ferðaþjónustufyrirtækið Ice Cave in Iceland sem fer í hellaferðir á veturna. Hann segir mikla þörf á nýju regluverki. Það séu of margir upp á jökli og í hellum í einu sem skerði öryggi og upplifun gesta. 30. ágúst 2024 09:26
Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. 29. ágúst 2024 17:15