Dæmdur fyrir að drepa bófa sem íslensk kona kom upp um Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 14:36 James „Whitey“ Bulger er lengst til vinstri, Fotios Geas er í miðjunni og Anna Björnsdóttir til hægri Getty/AP Bandaríski glæpamaðurinn Fotios „Freddy“ Geas hefur hlotið 25 ára fangelsisdóm fyrir að verða hinum alræmda James „Whitey“ Bulger að bana í fangelsi árið 2018. Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara. Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Geas er nú þegar að afplána lífstíðarfangelsisdóm og bætist 25 ára dómurinn við þá refsingu. Honum var gefið að sök að berja Bulger ítrekað með lás sem var festur við belti. Árásin átti sér stað þegar Bulger, sem var þá 89 ára gamall, var færður á milli fangelsa í Flórídaríki Bandaríkjanna. Verjendur Geas héldu því fram að hann hefði ekki notað lásinn heldur hefði hann barið Bulger með hnefunum. Fyrir dómi kom fram að fangar hefðu fengið fregnir af fyrirhugaðri komu Bulger. Fangi sem bar vitni sagði að Bulger hefði verið kjaftaskúmur og fangarnir hafi þegar í stað ákveðið að drepa hann. Íslensk kona kom upp um Bulger Bulger var höfuðpaur í írsku gengi í borginni Boston á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Bandaríska alríkislögreglan hefur haldið því fram að hann hafi verið heimildarmaður þeirra og að hann hafi veitt stofnunni upplýsingar um keppinauta sína. Bulgar neitaði því hins vegar alfarið. Árið 1994 varð Bulger einn eftirlýstasti maður Bandaríkjanna eftir að hann fékk ábendingu frá tengilið sínum hjá alríkislögreglunni um að hann yrði sóttur til saka. Hann flúði Boston og var á flótta í sextán ár, en það var hin íslenska Anna Björnsdóttir sem kom upp um hann árið 2011. Sjá nánar: Nágranninn hættulegasti glæpamaður Bandaríkjanna Anna bjó í næsta húsi við Bulger í Santa Monicu í Kaliforníuríki. Fyrir ábendinguna hlaut hún tvær milljónir Bandaríkjadollara. Nokkrum dögum áður en Bulger var handtekinn sýndi alríkislögreglan sjónvarpsþátt um hann og kærustu hans Catherine Greig. Anna horfði á þennan þátt, reyndar í Reykjavík, og þá rann upp fyrir henni að líklega væri um nágrannana að ræða. Hún hringdi í alríkislögregluna og fékk ekkert svar, en las skilaboð inn á símsvara.
Erlend sakamál Bandaríkin James Whitey Bulger Tengdar fréttir Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00 Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15 Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Íslensk fegurðardrottning stöðvaði glæpamann Bandaríska blaðið Boston Globe fjallar ítarlega um handtökuna á James "Whitey" Bulger sem var á topp tíu lista FBI yfir eftirlýsta glæpamenn í dag. 9. október 2011 12:00
Segir tilraunir CIA á „Whitey“ Bulger vekja spurningar um sakhæfi hans Einn kviðdómendanna sem sakfelldu glæpamanninn fræga segist sjá eftir því að hafa sakfellt James Bulger fyrir morð. 18. febrúar 2020 09:15
Blaðakona segist hafa borið nafnbirtingu undir yfirvöld Birting á nafni Önnu Björnsdóttur, sem kom upp um glæpaforingjann James "Whitey" Bulger, hefur verið harðlega gagnrýnd í bandarískum fjölmiðlum. Blaðamaðurinn sem fyrstur birti nafn hennar opinberlega segist trúa því að nafnbirtingin hafi ekki verið ógn við öryggi hennar. 10. október 2011 18:29