„Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:23 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir tók við stjórnartaumunum hjá Keflavík í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Sjá meira