„Ekki spilamennska sem við eigum að vera að bjóða upp á“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:51 Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að sjaldséð mistök hafi kostað hans lið í dag. Vísir/Diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var heldur svekktur með að hafa tekið aðeins eitt stig gegn Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Stjörnukonur lentu 3-0 undir eftir rétt rúmlega hálftíma leik, en náðu að snúa taflinu við og niðurstaðan varð 4-4 jafntefli í fjörugum leik. „Já og nei. Þetta var kannski ekki spilamennska sem við eigum að bjóða upp á. Við gerðum allt of mikið af mistökum og líklega var spennustigið bara kolvitlaust þegar við komum inn í leikinn,“ sagði Jóhannes í leikslok. „En ég er auðvitað ánægður með það að við komum til baka og það var töluvert meiri gleði í seinni hálfleik. Þegar þú ert með hausinn rétt skrúfaðan á og leggur þig fram er töluvert skemmtilegra að spila fótbolta.“ Hann segir að sú staðreynd að hans lið hafi náð að minnka muninn í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafi gefið Stjörnunni sjálfstraustið sem liðið þurfti. „Það gerði það og það var sérstaklega ljúft að sjá Fanneyju [Lísu Jóhannesdóttur] skora sitt fyrsta meistaraflokksmark. Hún kemur okkur inn í hálfleikinn á aðeins betri nótum og þá er þetta alveg vinnandi vegur þegar þú ert tveimur mörkum undir og með rokið með þér. Við fundum það alveg það það var hægt að stíga upp og gera eitthvað úr þessum leik.“ Þá hélt hann áfram að hrósa Fanneyju og Úlfu Dís Kreye Úlfarsdóttur. Fanney skoraði eitt og lagði upp tvö fyrir Stjörnuna og Úlfa Dís skoraði tvö. „Það er mjög sterkt að vera með marga og góða kosti í þessar vængstöður og þær voru ógnandi í öllum þessum leik. Það eru mikið af leikmönnum sem stíga upp í seinni hálfleik og við förum að láta boltann rúlla betur og reyna að búa eitthvað til fyrir þessa vængmenn. Þá náum við að opna betri stöður.“ Hins vegar var Jóhannes eðlilega ósáttur með mörkin sem liðið fékk á sig í dag, enda er líklega hægt að skella þremur þeirra á einstaklingsmistök leikmanna Stjörnunnar. Hann segir að um einbeitingarleysi sé að ræða. „Ég hef ekki verið að sjá þetta mikið hjá liðinu. Við höfum verið að gera lítið af mistökum, sérstaklega í öftustu línu. Það er auðvitað talsvert um breytingar í öftustu línu, en þetta er held ég bara einhver stundar-kæruleysisstimpill á þessum mörkum sem við erum að gefa,“ sagði Jóhannes að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira