Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2024 23:01 Jóhannes Karl Sigursteinsson féll um kippu af vatnsbrúsum í Keflavík í dag, í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar. Stöð 2 Sport Stjarnan sá til þess að Keflavík félli niður í Lengjudeild kvenna í fótbolta í dag en þjálfari Stjörnunnar féll einnig, bókstaflega, með tilþrifum á meðan á leik stóð. Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við Stjörnuliðinu í lok júní, nokkuð óvænt af Kristjáni Guðmundssyni, og endar með liðið í 7. sæti Bestu deildarinnar. Þar hefur liðið siglt lygnan sjó undanfarið en spilað við lið sem börðust fyrir lífi sínu. Í dag mætti Stjarnan Keflavík suður með sjó og komust Keflvíkingar í 3-0 með þrennu Melanie Rendeiro á fyrsta hálftímanum. Í stöðunni 3-1 fór boltinn út af vellinum og í innkast. Jóhannes Karl, eða Kalli eins og hann er kallaður, ætlaði að bregðast skjótt við og koma boltanum í leik, enda liðið hans undir. Það fór þó ekki betur en svo að hann hrundi um vatnsbrúsa sem lágu á grasinu, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Jóhannes Karl féll um vatnsbrúsa Kalli bar sig þó vel eftir fallið en grínaðist með það að þetta hlyti að „skrifast alfarið á Huldu“, og átti þá líklega við Huldu Björk Brynjarsdóttur liðsstjóra Stjörnunnar. En skömmu eftir fallið skoruðu Stjörnukonur tvö mörk og leikurinn fór á endanum 4-4, sem þýddi að Keflavík var endanlega fallin úr deildinni. Fylkiskonur féllu einnig í dag, eftir 3-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna. 7. september 2024 19:17 Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. 7. september 2024 13:17 Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. 7. september 2024 15:56 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Jóhannes Karl Sigursteinsson tók við Stjörnuliðinu í lok júní, nokkuð óvænt af Kristjáni Guðmundssyni, og endar með liðið í 7. sæti Bestu deildarinnar. Þar hefur liðið siglt lygnan sjó undanfarið en spilað við lið sem börðust fyrir lífi sínu. Í dag mætti Stjarnan Keflavík suður með sjó og komust Keflvíkingar í 3-0 með þrennu Melanie Rendeiro á fyrsta hálftímanum. Í stöðunni 3-1 fór boltinn út af vellinum og í innkast. Jóhannes Karl, eða Kalli eins og hann er kallaður, ætlaði að bregðast skjótt við og koma boltanum í leik, enda liðið hans undir. Það fór þó ekki betur en svo að hann hrundi um vatnsbrúsa sem lágu á grasinu, eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Jóhannes Karl féll um vatnsbrúsa Kalli bar sig þó vel eftir fallið en grínaðist með það að þetta hlyti að „skrifast alfarið á Huldu“, og átti þá líklega við Huldu Björk Brynjarsdóttur liðsstjóra Stjörnunnar. En skömmu eftir fallið skoruðu Stjörnukonur tvö mörk og leikurinn fór á endanum 4-4, sem þýddi að Keflavík var endanlega fallin úr deildinni. Fylkiskonur féllu einnig í dag, eftir 3-0 tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki.
Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna. 7. september 2024 19:17 Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. 7. september 2024 13:17 Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. 7. september 2024 15:56 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Tindastóll spilar í Bestu deild kvenna í fótbolta þriðja árið í röð á næsta ári, eftir að hafa sent Fylki niður í Lengjudeildina í dag. Keflavík féll einnig, með 4-4 jafntefli við Stjörnuna. 7. september 2024 19:17
Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild Keflavík er fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið gerði 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hlutans í dag. 7. september 2024 13:17
Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Tindastóll sigraði Fylki á Sauðárkróki í dag 3-0 í Bestu deild kvenna. Þar með eru Fylkiskonur fallnar aftur niður í Lengjudeildina en Tindastóll heldur áfram í deild þeirra bestu. 7. september 2024 15:56