Varist eftirlíkingar Hildur Björnsdóttir skrifar 8. september 2024 15:31 Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í gærdag steig borgarstjóri fram á ritvöllinn með sína fyrstu yfirlýsingu um breytingar í borginni, rúmum tveimur árum eftir kjör hans í borgarstjórn. Breytingarnar sagði hann felast í stórbættum fjárhag Reykjavíkur í kjölfar aðhaldsaðgerða. Þetta kallar á nánari skoðun. Viðsnúningur sóttur í vasa skattgreiðenda Þó borgin skili sannarlega jákvæðri rekstrarniðurstöðu á fyrstu sex mánuðum ársins, reynist hún þó 1,7 milljörðum lakari en áætlun gerði ráð fyrir. Þessi jákvæða rekstrarniðurstaða væri sannarlega fagnaðarefni hefði hún náðst með hagræðingum og aðhaldi. Raunin er hins vegar sú að skatttekjur borgarinnar aukast um 5,1 milljarð milli ára og fara 1,1 milljarð umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Þessi svokallaði viðsnúningur borgarstjóra er sóttur beint í vasa borgarbúa. Má þar aðallega vísa til þess hvernig meirihlutinn sætti færis þegar gríðarlegar hækkanir fasteignamats leiddu til samsvarandi hækkana á krónutölu fasteignaskatta síðustu ár. Nágrannasveitarfélög brugðust við hækkunum fasteignamats með lækkun álagningarhlutfalla á sína íbúa. Meirihlutinn í Reykjavík felldi hins vegar tillögur okkar sjálfstæðismanna um samsvarandi skattalækkanir. Með því að halda sköttum í Reykjavík hærri en í Kópavogi sækir borgin um 2,4 milljarða árlega í auknar skatttekjur – beint úr vösum fólks og fyrirtækja í Reykjavík. Reksturinn sífellt dýrari Borgarstjóri lét jafnframt hjá líða að nefna stöðugan útgjaldavöxt borgarinnar undir hans stjórn. Hafa rekstrargjöld aukist um ríflega sex milljarða milli ára og farið nærri 2,5 milljarða umfram áætlun fyrstu sex mánuði ársins. Hann fullyrðir boðaðar aðhaldsaðgerðir meirihlutans hafa skilað árangri enda hafi fjöldi stöðugilda haldist óbreyttur milli ára. Það er í hrópandi ósamræmi við boðaðar fækkanir stöðugilda og er raunar dæmigert metnaðarleysi meirihlutans – að ráðast í aðhald sem skilur engan eftir léttari – aðeins áfram í sömu þyngd. Vöndum til verka Þrátt fyrir hóflega skattheimtu skilaði Kópavogur nýverið jákvæðu árshlutauppgjöri. Kópavogur kemur jafnframt ítrekað mun betur út úr ánægjumælingum en höfuðborgin Reykjavík. Það fer nefnilega vel saman að tryggja hóflega skattheimtu og öfluga þjónustu í kröftugu sveitarfélagi. Það þarf einfaldlega að vanda til verka. Því miður reynist eina yfirlýsta breyting borgarstjórans vera sjónhverfing. Ekki tekst borgarstjóranum betur en forvera hans að halda sig innan áætlana. Honum hefur hvorki tekist að bæta rekstur borgarinnar með aðhaldsaðgerðum, né heldur að tryggja borgarbúum bætta þjónustu. Það getur hver sem er skrökvað árangri og framförum að borgarbúum – en færri geta skilað borgarbúum raunverulegum árangri. Það verður mikilvægt fyrir kjósendur að geta greint þar á milli. Varist eftirlíkingar. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar