Kom út og sá alelda Rebeccu hlaupa í áttina að sér Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2024 17:21 Rebecca Cheptegei var frábær hlaupakona sem meðal annars keppti í maraþoni á Ólympíuleikunum í París. Getty/Jiang Qiming „Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni. Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda. Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Fyrir utan hús hinnar 33 ára Cheptegei í norðvestur-Kenýa hafa blóm verið lögð á brunnið grasið þar sem hún rúllaði sér á jörðinni í von um að slökkva eldinn sem umlék hana. Cheptegei lést á fimmtudag af brunasárum sínum eftir að fyrrverandi kærasti hennar hafði nokkrum dögum fyrr hellti bensíni yfir hana og kveikt í henni. „Um leið og ég fór að leita að vatni og hóf að kalla á hjálp, birtist árásarmaðurinn að nýju og hellti meira bensíni yfir hana,“ rifjar Barabara upp í viðtali við BBC. Hins vegar hafi líka kviknað í honum sem hafi gefið nágrönnunum tækifæri til að reyna að hjálpa Rebeccu. Gat ekki borðað í marga daga Barabara segist aldrei hafa séð nokkurn brenna lifandi áður og að hún hafi ekki getað borðað í marga daga eftir atvikið. „Hún var mjög góður nágranni og var nýbúinn að sýna mér maísinn úr nýjustu uppskeru sinni,“ bætir Barabara við. Cheptegei var flutt á neyðarmóttöku sjúkrahúss í Eldoret í Kenía eftir árásina og var þá með brunasár á 75 prósent líkamans. Hún hafði verið við æfingar í borginni, þar sem hún á heima, eftir að hafa keppt í maraþoni á Ólympíuleikunum í París í ágúst. Lögregla rannsakar andlát Rebeccu sem morð af hálfu fyrrverandi kærastans, sem sagður er heita Dickson Ndiema. Hann verður dreginn fyrir dóm eftir að hann útskrifast af spítala þar sem hann er enn að jafna sig af áverkum sem hann hlaut við morðið. Deildi við kærastann fyrrverandi um landspildu Cheptegei var dáð sem hlaupakona í heimalandi sínu en að sögn ættingja og vina var einkalíf hennar stormasamt. Gamall bekkjarfélagi Rebeccu sagði hana ekki hafa „fengið neinn frið“ vegna deilna sem hófust á síðasta ári við kærastann fyrrverandi. „Þau bjuggu áður saman en áttu í deilum vegna penings,“ sagði Jacob, bróðir Rebeccu, í samtali við fjölmiðla í vikunni. Í samtali við keníska fjölmiðilinn The Star sagði faðir Rebeccu að hún hefði átt í illdeilum við kærastann fyrrverandi vegna landsvæðis sem var í hennar eigu. Þriðja hlaupakonan myrt á þremur árum Cheptegei varð í 44. sæti í maraþoninu í París á Ólympíuleikunum. Hún vann gullverðlaun á bæði heimsmeistaramótinu í fjallahlaupi í Taílandi árið 2022 og maraþonið í Padova á Ítalíu sama ár. Þetta er í þriðja sinn á þremur árum sem hlaupakona er myrt í Kenía. Damaris Mutua fannst látin á heimili sínu árið 2022 eftir að hafa verið kæfð með kodda og nokkrum mánuðum fyrr hafði Agnes Tirop verið stungin til bana. Í báðum tilvikum beinist grunur að mökum þeirra, eiginmaður Tirop hefur verið ákærður fyrir morð en leit stendur yfir að kærasta Mutua. Rebecca Cheptegei verður lögð til hinstu hvílu 14. september næstkomandi á ættfeðraheimili sínu í Bukwo í Úganda.
Úganda Kenía Frjálsar íþróttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira