Fór af velli á þrettándu mínútu í síðasta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2024 10:02 Alex Morgan kvaddi í gær. Með henni var dóttir hennar Charlie sem er að vera stóra systir. Getty/ Kaelin Mendez Bandaríska knattspyrnukonan Alex Morgan lék sinn síðasta leik á ferlinum í nótt en hún tilkynnti fyrir leikinn að fótboltaskórnir væru að fara upp á hillu. Morgan hafði einnig sagt frá því að hún væri ólétt af sínu öðru barni. Hún endaði ferilinn sem leikmaður San Diego Wave. Síðasti leikurinn var ekki langur hjá Morgan því hún fór af velli á þrettándu mínútu. Morgan spilar í treyju númer þrettán og þetta var því mjög táknræn skipting. @justwomenssports Kvöldið hefði getað orðið aðeins betra fyrir þessa goðsögn því hún fór illa með upplagt tækifæri til að skora í lokaleiknum. Morgan tók vítaspyrnu á tíundu mínútu en lét verja frá sér. Morgan brosti kaldhæðnislega á eftir en hún fékk því ekki alveg draumaendinn sinn. San Diego Wave lenti undir í upphafi leiks en jafnaði metin áður en Morgan yfirgaf völlinn. Liðið varð hins vegar að sætta sig við 4-1 tap í leiknum. Morgan tók af sér fótboltaskóna á miðjum vellinum og sendi fingurkossa til áhorfenda sem sungu nafn hennar. Leikmenn úr báðum liðum komu til hennar og fögnuðu endalokunum með henni. Hún er ein farsælasta knattspyrnukona sögunnar og endar sem fimmti markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins með 123 mörk í 224 leikjum. Hún sem leiðtogi liðsins var einnig í fararbroddi í baráttu liðsins fyrir jafnrétti og sömu kjörum og karlarnir. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports) Bandaríski fótboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Morgan hafði einnig sagt frá því að hún væri ólétt af sínu öðru barni. Hún endaði ferilinn sem leikmaður San Diego Wave. Síðasti leikurinn var ekki langur hjá Morgan því hún fór af velli á þrettándu mínútu. Morgan spilar í treyju númer þrettán og þetta var því mjög táknræn skipting. @justwomenssports Kvöldið hefði getað orðið aðeins betra fyrir þessa goðsögn því hún fór illa með upplagt tækifæri til að skora í lokaleiknum. Morgan tók vítaspyrnu á tíundu mínútu en lét verja frá sér. Morgan brosti kaldhæðnislega á eftir en hún fékk því ekki alveg draumaendinn sinn. San Diego Wave lenti undir í upphafi leiks en jafnaði metin áður en Morgan yfirgaf völlinn. Liðið varð hins vegar að sætta sig við 4-1 tap í leiknum. Morgan tók af sér fótboltaskóna á miðjum vellinum og sendi fingurkossa til áhorfenda sem sungu nafn hennar. Leikmenn úr báðum liðum komu til hennar og fögnuðu endalokunum með henni. Hún er ein farsælasta knattspyrnukona sögunnar og endar sem fimmti markahæsti leikmaður bandaríska landsliðsins með 123 mörk í 224 leikjum. Hún sem leiðtogi liðsins var einnig í fararbroddi í baráttu liðsins fyrir jafnrétti og sömu kjörum og karlarnir. View this post on Instagram A post shared by Just Women’s Sports (@justwomenssports)
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira