Sætanýtingin aldrei verið betri Atli Ísleifsson skrifar 9. september 2024 09:03 Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9 prósent á leið frá Íslandi, 35,6 prósent voru á leið til Íslands og 38,5 prósent voru tengifarþegar (VIA). Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 187.960 farþega í ágúst 2024, sem er 1,8 prósenta aukning frá ágúst í fyrra þegar félagið flutti 184.926 farþega. Sætanýtingin í nýliðnum ágústmánuði var 91,6 prósent, sem er met í einum mánuði hjá félaginu en um er að ræða 2,7 prósenta aukningu frá ágúst í fyrra þegar sætanýtingin var 88,9 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn. Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en Play flaug til 32 áfangastaða í síðasta mánuði en af þeim voru 22 með yfir 90 prósenta sætanýtingu. „Á sama tíma og félagið náði metsætanýtingu var stundvísi félagsins 91,5% sem er umtalsvert hærra en hjá helstu samkeppnisaðilum félagsins. PLAY hefur nú verið stundvísasta félagið sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli 13 mánuði í röð. Af þeim farþegum sem flugu með PLAY í ágúst voru 25,9% á leið frá Íslandi, 35,6% voru á leið til Íslands og 38,5% voru tengifarþegar (VIA). PLAY heldur áfram að bæta við sig hlutdeild á heimamarkaði. 48.694 farþegar flugu með félaginu frá Íslandi í ágúst 2024, samanborið við 41.112 farþega í ágúst 2023, sem er 18,4% vöxtur á milli ára,“ segir í tilkynningunni. Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess.Vísir/Einar Ágústmánuðir snúnir í sölu Haft er eftir Einari Erni Ólafssyni, forstjóra Play, að félagið sé stolt af metsætanýtingunni í ágúst. „Þetta sýnir að það er tekið vel í þá þjónustu sem við bjóðum upp á þeim mörkuðum sem við störfum og að eftirspurnin hefur tekið við sér. Þetta afrek er sérstaklega eftirtektarvert því við náum því í ágústmánuði sem getur reynst snúinn í sölu því flestir eru aftur komnir í rútínu eftir sumarfrí. Þrátt fyrir það náðum við að fá fleiri í flugvélarnar okkar og auka þar með sætanýtinguna. Við erum einnig ánægð að sjá að farþegum sem fljúga til landsins fjölgar á milli ára og að talsverð aukning er á farþegum sem fljúga með okkur frá Íslandi. Þetta er staðfesting á því að íslenski markaðurinn er ánægður með okkar þjónustu og að ákvörðun okkar um að bjóða upp á frábært úrval af sólarlandaáfangastöðum er að borga sig. Ofan á allt þetta var stundvísi okkar í ágústmánuði 91,5 prósent, sem er stórbrotið afrek hjá samstarfsfólki mínu. Þetta þýðir að þrettánda mánuðinn í röð er PLAY stundvísasta flugfélagið, með mikil umsvif, sem flýgur frá Keflavíkurflugvelli. Þegar litið er til næstu mánaða er bókunarstaðan okkar betri en á sama tíma í fyrra og ég get ekki annað en verið fullur eftirvæntingar fyrir komandi tímum,“ segir Einar Örn.
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Icelandair flutti 601 þúsund farþega í ágúst, eða tíu prósent fleiri en í ágúst 2023. Þar af voru 33 prósent á leið til Íslands, þrettán prósent frá Íslandi, 50 prósent ferðuðust um Ísland og fjögur prósent innan Íslands. Forstjóri félagsins segir félagið finna fyrir minni eftirspurn á markaðnum til Íslands. 6. september 2024 08:33