Logi varð Norðurlandameistari í frumraun sinni Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 16:15 Norðmaðurinn átti ekki roð í Loga Klosterskov Foto. Logi Geirsson, bardagamaður hjá Mjölni, gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í sínum flokki í blönduðum bardagalistum eftir öruggan sigur á Norðmanninum Vebjørn Aunet í frumraun sinni í MMA. Norðurlandamótið í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fór fram í Danmörku á dögunum en þátttakendur á mótinu komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hvert land mátti senda einn keppenda í hverjum þyngdarflokki. Alls kepptu fjórir keppendur fyrir Íslands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Bergmann Kristjánsson í léttivigt, Mikael Aclipen í veltivigt, Logi Geirsson í millivigt og Júlíus Bernsdorf í þungavigt. Gunnar Nelson fylgdi hópnum sem þjálfari ásamt fleirum. Segja má að Logi hafi tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn með yfirburðum. Allir dómararnir gáfu Loga sigur í öllum þremur lotunum. Frumraun í flottari kantinum hjá Mjölnisstráknum og gullið sérstaklega sætt. Það er vægast sagt ekki hægt að biðja um betri byrjun á ferlinum sem vonandi verður langur og farsæll. Öruggur sigur hjá Íslendingnum.Klosterskov Foto. Íslendingurinn mætti þó ekki alveg blautur á bakvið eyrun til leiks á Norðurlandamótið. Logi hefur sýnt mátt sinn og megin á uppgjafarglímumótum hérlendis og er meðal ananrs ríkjandi Íslandsmeistari í sínum flokki. Fleiri gera það gott Þá vann Mikael Aclipen til silfurverðlauna í sínum flokki, eftir mjög umdeilt tap í úrslitaviðureign gegn heimamanninum Patrick Sandager. Mikael hafði áður unnið Finnann Theo Kolehmainen örugglega með hengingartaki í fyrstu lotu í undanúrslitum. Bardaginn gegn Sandager fór í dómaraúrskurð sem féll með Sandagen. Þá þurfti Júlíus Bernsdorf einnig að sætta sig við silfur eftir tap á dómaraúrskurði gegn heimamanninum Jakob Dyrup. Bardaginn fór allur fram standandi þar sem þeir skiptust á höggum í þrjár lotur og hlaut heimamaður sigur, réttilega að þessu sinni. Aron Franz komst ekki í úrslit eftir tap gegn heimamanninum Sigurd Axel Rømer í undanúrslitum en bardaginn vannst á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Við Íslendingar getum hins vegar vel við unað með eitt gull og tvö silfur þó við hefðum svo sannarlega vilja tvö gull þar sem Mikael hefði klárlega átt að fá dómaraúrskurðinn sín megin í úrslitaviðureigninni gegn heimamanninum MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira
Norðurlandamótið í MMA (blönduðum bardagaíþróttum) fór fram í Danmörku á dögunum en þátttakendur á mótinu komu frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Hvert land mátti senda einn keppenda í hverjum þyngdarflokki. Alls kepptu fjórir keppendur fyrir Íslands hönd og voru þeir allir úr Mjölni en þetta voru þeir, Aron Franz Bergmann Kristjánsson í léttivigt, Mikael Aclipen í veltivigt, Logi Geirsson í millivigt og Júlíus Bernsdorf í þungavigt. Gunnar Nelson fylgdi hópnum sem þjálfari ásamt fleirum. Segja má að Logi hafi tryggt sér Norðurlandameistaratitilinn með yfirburðum. Allir dómararnir gáfu Loga sigur í öllum þremur lotunum. Frumraun í flottari kantinum hjá Mjölnisstráknum og gullið sérstaklega sætt. Það er vægast sagt ekki hægt að biðja um betri byrjun á ferlinum sem vonandi verður langur og farsæll. Öruggur sigur hjá Íslendingnum.Klosterskov Foto. Íslendingurinn mætti þó ekki alveg blautur á bakvið eyrun til leiks á Norðurlandamótið. Logi hefur sýnt mátt sinn og megin á uppgjafarglímumótum hérlendis og er meðal ananrs ríkjandi Íslandsmeistari í sínum flokki. Fleiri gera það gott Þá vann Mikael Aclipen til silfurverðlauna í sínum flokki, eftir mjög umdeilt tap í úrslitaviðureign gegn heimamanninum Patrick Sandager. Mikael hafði áður unnið Finnann Theo Kolehmainen örugglega með hengingartaki í fyrstu lotu í undanúrslitum. Bardaginn gegn Sandager fór í dómaraúrskurð sem féll með Sandagen. Þá þurfti Júlíus Bernsdorf einnig að sætta sig við silfur eftir tap á dómaraúrskurði gegn heimamanninum Jakob Dyrup. Bardaginn fór allur fram standandi þar sem þeir skiptust á höggum í þrjár lotur og hlaut heimamaður sigur, réttilega að þessu sinni. Aron Franz komst ekki í úrslit eftir tap gegn heimamanninum Sigurd Axel Rømer í undanúrslitum en bardaginn vannst á tæknilegu rothöggi í þriðju lotu. Við Íslendingar getum hins vegar vel við unað með eitt gull og tvö silfur þó við hefðum svo sannarlega vilja tvö gull þar sem Mikael hefði klárlega átt að fá dómaraúrskurðinn sín megin í úrslitaviðureigninni gegn heimamanninum
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvík - ÍA | Nýr Kani stígur á svið í fallslag Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Breytingar hjá Breiðabliki Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir „Á eftir bolta kemur barn“ Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Kókaín fannst í lyfjaprófinu en uppgötvaðist alltof seint Dagskráin í dag: Pallborðið hitar upp fyrir EM og boltinn skoppar í Bónus „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Sjá meira