Selur íbúð með palli en engum berjarunna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2024 14:45 Guðmundur og fjölskyldan hafa notið lífsins í íbúðinni í Vogahverfi þrátt fyrir að þar sé engan berjarunna að finna. Vísir Guðmundur Heiðar Helgason almannatengill hefur sett frægasta pall landsins í Vogahverfi í Reykjavík á sölu. Pallurinn komst í fréttir fyrir þremur árum síðan þegar borgaryfirvöld fóru fram á að þar yrði grasblettur og berjarunni. „Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Ég fékk að lokum leyfi til þess að klára pallinn,“ segir Guðmundur Heiðar í samtali við Vísi. Nú stefnir fjölskyldan á að stækka við sig. Því hefur íbúðin að Dugguvogi með hinum landsþekkta sérafnotareit verið sett á sölu. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með aukinni lofthæð og glæsilegum sérafnotareit með palli sem snýr inn í inngarð. Húsið er glænýtt, byggt árið 2020, að því er fram kemur á fasteignavef Vísis. Guðmundur sagði frá því í janúar 2021 að fjölskyldan hefði klórað sér í kollinum þegar smiðirnir kláruðu aðeins helminginn af pallinum og fóru svo að ganga frá veggjunum. Þá hafði komið í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar hefði pallurinn ekki mátt ná yfir allan reitinn. Samkvæmt þeim átti að vera gras yfir helmingi af sérafnotafletinum við íbúðirnar og auk þess átti að vera berjarunni inn á hverjum reit. Guðmundur segist enn þann dag í dag furða sig á málinu sem hafi sem betur fer fengið farsælan endi. „Það er ekki einn berjarunni í hverfinu,“ segir Guðmundur hlæjandi. Hann bætir því við að upphaflega hafi verktakanum verið gert að skaffa íbúum grasbletti en íbúunum sjálfum gert að skaffa eigin berjarunna. Það hafi íbúum þótt fráleitt og því fór sem fór. Íbúð Guðmundar er vel skipulögð og 118,7 fermetrar að stærð. Með íbúðinni fylgir 11,6 fermetra geymsla og sérstæði í bílageymslu. Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru í íbúðinni og baðherbergi með þvottaaðstöðu. „Þetta er algjörlega frábært hverfi. Hér er mikið mannlíf, stutt í alla þjónustu og mikið af fólki á okkar aldri með ung börn. Endilega hafðu þetta eftir mér svo ég sé ekki bara Skúli fúli,“ segir Guðmundur hlæjandi. Sjá nánar á fasteignavef Vísis. Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax Remax
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira