Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2024 09:10 Viðari Erni hefur gengið vel að undanförnu eftir hæga byrjun. Vísir/Sigurjón Viðar Örn Kjartansson byrjaði sumarið ekki vel með KA í Bestu deildinni í fótbolta en hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum á sama tíma og KA-liðið hefur þotið upp töfluna og komist í bikarúrslitaleikinn. Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
Viðar Örn þakkar auknu sjálfstrausti fyrir en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu fjórum leikjum eftir að hafa verið án marks í fyrstu sextán leikjum sínum með KA í deild og bikar. Viðar samdi við KA fyrir tímabilið en fyrir það hafði hann ekki spilað knattspyrnu í að verða hálft ár. Hann rifti samningi sínum við búlgarska félagið CSKA 1949 og var um tíma án félags. Viðar Örn hefur skorað fimm í síðustu fjórum leikjum.Vísir/Diego Gerist mjög hratt „Þegar fyrsta markið kemur og eftir nokkrar góðar frammistöður þarna á undan þá fær maður mjög mikið sjálfstraust. Liðsfélagarnir eru duglegir að finna mig og þá fara mörkin að koma,“ sagði Viðar Örn í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Það gerist mjög hratt og síðustu leikir eru búnir að vera mjög góðir hjá mér persónulega og hjá liðnu,“ sagði Viðar. Var sjálfstraustið hans komið mjög langt niður um tíma? Ég var í einhverri kulnun „Ég spilaði ekki fótbolta lengi. Ég var í einhverri kulnun, ég veit ekki hvað það var. Það kom mikið upp í vetur um það hvert maður ætti að fara. Einhver veginn fannst mér voðalítið af því spennandi,“ sagði Viðar. „Svo leið bara of langur tími þegar maður spilaði ekki. Síðan fer ég til KA og er að glíma við smá meiðsli. Ég hélt að ég yrði kominn í stand miklu fyrr. Svo var ég það ekki og liðinu gengur illa í byrjun. Þetta var svolítið erfitt í byrjun,“ sagði Viðar. Líður frábærlega inn á vellinum „Núna líður manni frábærlega inn á vellinum og ég er spenntur fyrir því að gera enn betur,“ sagði Viðar. Hann talaði um einhvers konar kulnun en var hann kominn með leið á fótbolta þegar hann kemur til KA? „Í raun get ég alveg sagt það opinberlega. Ég var í Búlgaríu og það gekk ekkert frábærlega þar. Ég rifti samningnum þar og svo var ég ekkert viss hvað ég ætlaði að gera,“ sagði Viðar. „Ég var búinn að vera lengi úti. Það gekk ágætlega í Grikklandi svo sem en það þarf bara eitt lélegt ‚move' þegar þú ert kominn á ákveðinn aldur. Þá er ekkert margt spennandi sem kemur eftir það. Ég verð að viðurkenna að ég var ekkert rosalega spenntur fyrir að koma mér aftur af stað,“ sagði Viðar. Það má horfa á alla fréttina hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira