Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2024 09:31 Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp 2025 í morgun. Vísir Gert er ráð fyrir að hallarekstur ríkissjóðs dragist saman um sextán milljarða króna á milli ára og nemi 41 milljarði króna árið 2025 samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þar er boðað aðhald til þess að ná tökum á verðbólgu og vöxtum. Hallinn á að nema um 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt frumvarpinu. Það er sagt mikill viðsnúningur frá tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þegar hallinn náði mest rúmlega átta prósentum af landsframleiðslunni. Frumjöfnuður ríkissjóðs, afkoma hans án vaxtagjalda og tekna, á að vera jákvæður um rúmlega 36 milljarða króna árið 2025, rúmlega fjórum milljörðum betri en í ár. Skuldir ríkissjóðs eiga að nema rúmlega 31 prósenti af vergri landsframleiðslu við lok næsta árs og lækka um 0,7 prósent á milli ára. „[Á]hersla [er] lögð á forgangsröðun og bætta afkomu ríkissjóðs með markvissu aðhaldi í opinberum umsvifum. Þannig stuðlar ríkisfjármálastefnan að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og skapar betri skilyrði fyrir lækkun vaxta. Staðinn verður vörður um heilbrigðis- og velferðarmál í samræmi við þá ætlan ríkisstjórnarinnar að hlúa að viðkvæmum hópum á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um frumvarpið. Nýtt örorkukerfi og innspýting í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Áhersla er sögð lögð á hóflegan raunvöxt útgjalda ríkisins og að forgangsraðað og hagrætt verði í þágu viðkvæmra hópa. Til viðbótar almennri aðhaldskröfu og öðrum útgjaldalækkunum sem tilgreindar eru í fjármálaáætlun er nú búið að útfæra niður á einstaka gjaldaliði níu milljarða króna afkomubætandi ráðstafanir sem gert var ráð fyrir í áætluninni. Samanlagt skila þessar breytingar um 29 milljarða króna lækkun útgjalda á næsta ári samanborið við fyrri áætlanir. Verður þetta að hluta nýtt til forgangsröðunar nýrra og brýnna verkefna. Á meðal þeirra verkefna sem eru nefnd sérstaklega eru nýtt örorkukerfi sem tekur gildi í september 2025 og á að bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega og hækkun frítekjumarks ellilífeyris í byrjun ársins. Í samgöngum á að leggja 6,4 milljarða króna til uppbyggingar innviða á höfuðborgarsvæðinu og auka á framlög til heilbrigðismála um 10,4 milljarða króna. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti breytist mest Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Með hröðum orkuskiptum í samgöngum og sífellt sparneytnari bílvélum hafa tekjur af ökutækjum og eldsneyti fallið töluvert. Til að bregðast við þeirri þróun hefur verið ákveðið að taka upp kílómetragjald vegna notkunar bifreiða en samhliða verða eldri gjöld felld niður, það er að segja vörugjöld af bensíni og olíugjald af dísilolíu. Jafnframt verður kolefnisgjald hækkað til að viðhalda hvötum til orkuskipta. Fyrsta skrefið í þessari kerfisbreytingu var tekið í byrjun árs 2024 með upptöku kílómetragjalds á notkun rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbifreiða. Annað skrefið verður stigið í byrjun árs 2025 og felst í því að kílómetragjald verður einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. „Með þessum breytingum er ekki aðeins skotið styrkari stoðum undir tekjuöflun ríkisins heldur einnig komið á skilvirkara og sanngjarnara gjaldakerfi þar sem þeir borga sem nota vegakerfið en þó að teknu tilliti til áhrifa af þyngd ökutækja á vegslit,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um fjárlagafrumvarpið. Vegna fyrirhugaðrar kerfisbreytingar á gjaldtöku af notkun ökutækja munu bensín- og olíugjöld falla niður. Önnur krónutölugjöld hækka um 2,5%, í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga og í takt við verðbólgumarkmið þrátt fyrir að verðbólga sé áætluð 5,2% á yfirstandandi ári. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Hallinn á að nema um 0,8 prósentum af vergri landsframleiðslu á næsta ári samkvæmt frumvarpinu. Það er sagt mikill viðsnúningur frá tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þegar hallinn náði mest rúmlega átta prósentum af landsframleiðslunni. Frumjöfnuður ríkissjóðs, afkoma hans án vaxtagjalda og tekna, á að vera jákvæður um rúmlega 36 milljarða króna árið 2025, rúmlega fjórum milljörðum betri en í ár. Skuldir ríkissjóðs eiga að nema rúmlega 31 prósenti af vergri landsframleiðslu við lok næsta árs og lækka um 0,7 prósent á milli ára. „[Á]hersla [er] lögð á forgangsröðun og bætta afkomu ríkissjóðs með markvissu aðhaldi í opinberum umsvifum. Þannig stuðlar ríkisfjármálastefnan að áframhaldandi hjöðnun verðbólgu og skapar betri skilyrði fyrir lækkun vaxta. Staðinn verður vörður um heilbrigðis- og velferðarmál í samræmi við þá ætlan ríkisstjórnarinnar að hlúa að viðkvæmum hópum á sama tíma og stutt er við öflugt atvinnulíf,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um frumvarpið. Nýtt örorkukerfi og innspýting í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu Áhersla er sögð lögð á hóflegan raunvöxt útgjalda ríkisins og að forgangsraðað og hagrætt verði í þágu viðkvæmra hópa. Til viðbótar almennri aðhaldskröfu og öðrum útgjaldalækkunum sem tilgreindar eru í fjármálaáætlun er nú búið að útfæra niður á einstaka gjaldaliði níu milljarða króna afkomubætandi ráðstafanir sem gert var ráð fyrir í áætluninni. Samanlagt skila þessar breytingar um 29 milljarða króna lækkun útgjalda á næsta ári samanborið við fyrri áætlanir. Verður þetta að hluta nýtt til forgangsröðunar nýrra og brýnna verkefna. Á meðal þeirra verkefna sem eru nefnd sérstaklega eru nýtt örorkukerfi sem tekur gildi í september 2025 og á að bæta kjör örorkulífeyrisþega verulega og hækkun frítekjumarks ellilífeyris í byrjun ársins. Í samgöngum á að leggja 6,4 milljarða króna til uppbyggingar innviða á höfuðborgarsvæðinu og auka á framlög til heilbrigðismála um 10,4 milljarða króna. Gjaldtaka af ökutækjum og eldsneyti breytist mest Stærsta skattkerfisbreyting ársins felst í kerfisbreytingu á gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti. Með hröðum orkuskiptum í samgöngum og sífellt sparneytnari bílvélum hafa tekjur af ökutækjum og eldsneyti fallið töluvert. Til að bregðast við þeirri þróun hefur verið ákveðið að taka upp kílómetragjald vegna notkunar bifreiða en samhliða verða eldri gjöld felld niður, það er að segja vörugjöld af bensíni og olíugjald af dísilolíu. Jafnframt verður kolefnisgjald hækkað til að viðhalda hvötum til orkuskipta. Fyrsta skrefið í þessari kerfisbreytingu var tekið í byrjun árs 2024 með upptöku kílómetragjalds á notkun rafmagns-, tengiltvinn- og vetnisbifreiða. Annað skrefið verður stigið í byrjun árs 2025 og felst í því að kílómetragjald verður einnig lagt á bifreiðar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. „Með þessum breytingum er ekki aðeins skotið styrkari stoðum undir tekjuöflun ríkisins heldur einnig komið á skilvirkara og sanngjarnara gjaldakerfi þar sem þeir borga sem nota vegakerfið en þó að teknu tilliti til áhrifa af þyngd ökutækja á vegslit,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins um fjárlagafrumvarpið. Vegna fyrirhugaðrar kerfisbreytingar á gjaldtöku af notkun ökutækja munu bensín- og olíugjöld falla niður. Önnur krónutölugjöld hækka um 2,5%, í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga og í takt við verðbólgumarkmið þrátt fyrir að verðbólga sé áætluð 5,2% á yfirstandandi ári.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent