Ætla í fyrstu borgaralegu geimgönguna Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2024 09:50 Dragon-geimfar SpaceX, eftir að það losnaði frá öðru stigi eldflaugarinnar sem bar farið á braut um jörðu. SpaceX Starfsmenn SpaceX skutu í morgun fjórum borgurum af stað á braut um jörðu. Geimferð þessi nefnist Polaris Down og ætla geimfararnir meðal annars að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Geimfararnir munu einnig gera tilraunir með Starlink gervihnattanetið og kanna hvernig það virkar út í geimnum, auk þess sem þau munu eiga í ýmsum öðrum vísindarannsóknum á braut um jörðu. Dragon geimfarið sem notað er í Polaris Dawn hefur áður verið notað til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og til að senda borgaralega geimfara í Inspiration4 á braut um jörðu. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. SpaceX was founded to make life multiplanetary. Missions like Polaris Dawn help advance the development of the technologies necessary to enable a more exciting future pic.twitter.com/VeNfpwmf9I— SpaceX (@SpaceX) September 10, 2024 Markmið þessara áhugageimfara er að fara á hæstu sporbraut frá því Apollo-ferðunum var hætt og að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Notast verður við sérstaka geimbúninga sem starfsmenn SpaceX hafa þróað til geimgöngunnar. Til stendur að fara í geimgönguna þann 12. september. Upprunalega stóð til að skjóta geimförunum á loft í ágúst en það gekk ekki eftir. Nokkrum öðrum tilraunum var svo frestað vegna veðurs. Geimskotið í morgun virðist þó hafa heppnast vel, þrátt fyrir að veður kom í veg fyrir að hægt væri að skjóta geimfarinu af stað þegar skotglugginn svokallaði opnaðist fyrst. Liftoff of Polaris Dawn! pic.twitter.com/VeGfJxzWKl— Polaris (@PolarisProgram) September 10, 2024 Hægt er að fylgjast með staðsetningu Dragon-geimfarsins hér á vef SpaceX. SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
Geimfararnir munu einnig gera tilraunir með Starlink gervihnattanetið og kanna hvernig það virkar út í geimnum, auk þess sem þau munu eiga í ýmsum öðrum vísindarannsóknum á braut um jörðu. Dragon geimfarið sem notað er í Polaris Dawn hefur áður verið notað til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og til að senda borgaralega geimfara í Inspiration4 á braut um jörðu. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Jared Isaacman leiðir förina, en með honum eru þau Kidd Poteet, Sarah Gillis og Anna Menon en þær tvær síðastnefndu starfa fyrir SpaceX. Isaacman leiddi einnig Inspiration4 og fjármagnaði báðar geimferðirnar. SpaceX was founded to make life multiplanetary. Missions like Polaris Dawn help advance the development of the technologies necessary to enable a more exciting future pic.twitter.com/VeNfpwmf9I— SpaceX (@SpaceX) September 10, 2024 Markmið þessara áhugageimfara er að fara á hæstu sporbraut frá því Apollo-ferðunum var hætt og að fara í fyrstu borgaralegu geimgönguna. Notast verður við sérstaka geimbúninga sem starfsmenn SpaceX hafa þróað til geimgöngunnar. Til stendur að fara í geimgönguna þann 12. september. Upprunalega stóð til að skjóta geimförunum á loft í ágúst en það gekk ekki eftir. Nokkrum öðrum tilraunum var svo frestað vegna veðurs. Geimskotið í morgun virðist þó hafa heppnast vel, þrátt fyrir að veður kom í veg fyrir að hægt væri að skjóta geimfarinu af stað þegar skotglugginn svokallaði opnaðist fyrst. Liftoff of Polaris Dawn! pic.twitter.com/VeGfJxzWKl— Polaris (@PolarisProgram) September 10, 2024 Hægt er að fylgjast með staðsetningu Dragon-geimfarsins hér á vef SpaceX.
SpaceX Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira