Lagerbäck tjáir sig um „óvenjulegan“ fótboltastorm í Svíþjóð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2024 09:32 Hugo Larsson fagnar marki með Eintracht Frankfurt. Lars Lagerbäck vinnur fyrir sænska sjónvarpið. Getty/Helge Prang Svíar unnu báða leiki sina í Þjóðadeildinni í fótbolta í þessum landsleikjaglugga en stór hluti fréttanna um liðið í sænskum fjölmiðlum hafa hins vegar snúist um ungan leikmann sem spilaði hvorugan leikinn. Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Leikmaðurinn heitir Hugo Larsson en hann lenti upp á kant við landsliðsþjálfarann Jon Dahl Tomasson, í þessu verkefni. Sænska sambandið sagði ekki satt Larsson, sem er aðeins tuttugu ára og framtíðarstjarna liðsins, var valinn í hópinn en yfirgaf síðan liðið í miðju verkefni. Fyrst gaf sænska sambandið það út að hann væri meiddur en þýska félagið hans neitaði því strax. Sænska knattspyrnusambandið laug því um ástæðuna sem var eins og olía á bálið. NRK fór yfir málið. Larsson var mjög ósáttur eftir að hann fékk ekki að spila í sigrinum á Aserbaísjan en þó aðallega var hann reiður vegna ummæla landsliðsþjálfarans. Tomasson talaði þar um það að Larsson væri að reyna of mikið af fyrirgjöfum og að hann hentaði ekki leikstíl sænska liðsins. Með öðrum orðum var Larsson að reyna of mikið inn á vellinum frekar en að spila skynsamari leik. „Ég er mjög vonsvikinn“ „Ég er með annan þjálfara í Þýskalandi sem sér hlutina svolítið öðruvísi,“ sagði Larsson við SVT. Hann hefur byrjað mjög vel með Eintracht Frankfurt á þessu tímabili. „Ég er mjög vonsvikinn,“ sagði Larsson. Það eru margir sem hafa ólíkar skoðanir á málinu og menn skiptast í lið Larsson og lið Tomasson. Aftonbladet kallaði Larsson vitleysing en Sveriges Radio sló því upp að landsliðsþjálfarinn muni hafa samband við leikmanninn. Lars Lagerbäck var líka farinn að tjá sig um málið. „Þetta er mjög óvenjulegt ekki síst þar sem um er að ræða ungan leikmann sem hefur varla spilað með sænska landsliðinu,“ sagði Lagerbäck við SVT. Ber tilfinningarnar utan á sér Larsson á að baki sex landsleiki og hefur aðeins tvisvar verið í byrjunarliðinu. Sænski blaðamaðurinn Amanda Zaza segir við NRK að leikmaðurinn segi alltaf það sem hann hugsi og að hann beri tilfinningarnar utan á sér. „Þú getur haft miklar tilfinningar og þetta er ekki auðvelt fyrir ungan leikmann. Ég verð samt að hugsa fyrst og fremst um liðið. Stundum situr þú á bekknum, stundum færðu að spila og stundum ertu ekki í hópnum,“ sagði Jon Dahl Tomasson. Sveriges Radio spurði landsliðsþjálfarann hvort hann muni hafa samband við leikmanninn. „Að sjálfsögðu,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira