Einstæð tveggja barna mamma fái alls ekki 421 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2024 10:13 Ragnar Þór vildi láta hjá líða að svara því sem Kristófer Már, starfsamaður þíngflokks Sjálfstæðisflokksins, hafði til málanna að leggja en stundum er ekki hægt að láta sem ekkert sé. Ráðstöfunartekjur sem Kristófer lagði út af virðast byggjast á villu í reiknivél Tryggingastofnunar. vísir/vilhelm/aðsend Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gerir grein starfsmanns Sjálfstæðisflokksins, Kristófers Más Maronssonar á Vísi, að umfjöllunarefni í pistli á Facebook. Hann segir þar hverja rangfærsluna reka aðra en víst er að margir ráku upp stór augu þegar þeir virtu fyrir sér útreikninga Kristófers Más. Villa í reiknivél Tryggingastofnunar virðist leika lykilhlutverk. Umrædd grein Kristófers hefur vakið mikla athygli en hún birtist í gær. Þar svarar Kristófer Már grein Ragnars Þórs og Ásthildar Lóu, þingmanns Flokks fólksins og formanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Grein þeirra var upptaktur af mótmælum í gær þar sem háum vöxtum og verðbótum var mótmælt á Austurvelli. Kristófer sagði vopnin hafa snúist illilega í höndum þeirra. Öryrkjar og einstæðar mæður í fínum málum Kristófer Már tekur til dæmi sem Ragnar Þór og Ásthildur Lóa lögðu út af og af því dæmi að ráða hefðu Ragnar Þór og Ásthildur Lóa tekið heldur óheppilegt dæmi, samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar: „Gefum okkur að hún hafi orðið öryrki 30 ára og hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð, eigi tvö börn í grunnskóla og hafi engar aðrar tekjur. Samkvæmt reiknivél TR eru ráðstöfunartekjur tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt. Við það bætast barna- og vaxtabætur, um 87 þús. á mánuði sem gera ráðstöfunartekjur heimilisins 775 þús. á mánuði. Þar af er afborgun af láni 155 þús. (20% af ráðstöfunartekjum) ef hún skiptir í verðtryggt eða 270 þús. (35%) haldi hún sig við óverðtryggða lánið. Dæmi nú hver fyrir sig um hvort þetta sé glæpsamlegt ofbeldi eins og tvímenningarnir kalla það,“ skrifar Kristófer Már. Og margir meðal hinna vinnandi stétta supu hveljur. Ragnar Þór segir að Kristófer vilji hrekja allt sem þau lögðu upp með en útreikningar hans byggi á villu í reiknivél Tryggingastofnunar. Grein Kristófers Más sé þannig uppfull af hreinum og klárum rangfærslum. Fram kemur á vef Tryggingastofnunar að vegna tæknilegra örðugleika þá skili reiknivélin ekki réttum niðurstöðum í öllum tilfellum: „Fyrst byrjar hann á að fullyrða að dæmið okkar um einstæða móður á örorkubótum sé rangt. Í grein sinni heldur Kristófer því fram að öryrki, einstæð móðir með tvö börn (30 ára við fyrsta mat) hafi ráðstöfunartekjur upp á tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt og vísað í reiknivél TR. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, en þetta virðist byggja á villu í reiknivél TR. Hið rétta er að framfærsluuppbótin fyrir aðila í þessari stöðu er tæpar 78 þúsund kr. en ekki 421.380 kr.“ Þá víkur Ragnar Þór að því að greinarhöfundur vilji gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu séu launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Samanburðurinn við nágrannalönd sláandi Og Ragnar Þór tekur til dæmi frá nágrannalöndunum: Í Svíþjóð séu launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði, stýrivextir fóru hæst í 4 prósent og húsnæðisvextir fóru hæst í 4,4 prósent á meðan verðbólga fór hæst í 12,3 prósent. Stýrivextir hafa lækkað í Svíþjóð tvisvar og eru komnir í 3,5 prósent. Reiknivél Tryggingastofnunar, sem margir reiða sig á, virðist veita hinar undarlegustu upplýsingar þegar sá gállinn er á henni. Og í Þýskalandi séu verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15 prósenta launahækkunum í þriggja ára samningi. „Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja. Raunstýrivextir á Norðurlöndunum hafa svo verið meira og minna neikvæðir síðastliðin 10 ár,“ segir Ragnar Þór gramur og bendir á að ársverðbólga mælist um 2,2 prósent á Evrusvæðinu. „Já bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki er auðvitað ekki svaravert á köflum en stundum verður manni um og ó.“ Fjármál heimilisins Skattar og tollar Félagsmál Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. 10. september 2024 19:33 Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. 9. september 2024 23:17 Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. 9. september 2024 20:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Umrædd grein Kristófers hefur vakið mikla athygli en hún birtist í gær. Þar svarar Kristófer Már grein Ragnars Þórs og Ásthildar Lóu, þingmanns Flokks fólksins og formanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Grein þeirra var upptaktur af mótmælum í gær þar sem háum vöxtum og verðbótum var mótmælt á Austurvelli. Kristófer sagði vopnin hafa snúist illilega í höndum þeirra. Öryrkjar og einstæðar mæður í fínum málum Kristófer Már tekur til dæmi sem Ragnar Þór og Ásthildur Lóa lögðu út af og af því dæmi að ráða hefðu Ragnar Þór og Ásthildur Lóa tekið heldur óheppilegt dæmi, samkvæmt reiknivél Tryggingastofnunar: „Gefum okkur að hún hafi orðið öryrki 30 ára og hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð, eigi tvö börn í grunnskóla og hafi engar aðrar tekjur. Samkvæmt reiknivél TR eru ráðstöfunartekjur tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt. Við það bætast barna- og vaxtabætur, um 87 þús. á mánuði sem gera ráðstöfunartekjur heimilisins 775 þús. á mánuði. Þar af er afborgun af láni 155 þús. (20% af ráðstöfunartekjum) ef hún skiptir í verðtryggt eða 270 þús. (35%) haldi hún sig við óverðtryggða lánið. Dæmi nú hver fyrir sig um hvort þetta sé glæpsamlegt ofbeldi eins og tvímenningarnir kalla það,“ skrifar Kristófer Már. Og margir meðal hinna vinnandi stétta supu hveljur. Ragnar Þór segir að Kristófer vilji hrekja allt sem þau lögðu upp með en útreikningar hans byggi á villu í reiknivél Tryggingastofnunar. Grein Kristófers Más sé þannig uppfull af hreinum og klárum rangfærslum. Fram kemur á vef Tryggingastofnunar að vegna tæknilegra örðugleika þá skili reiknivélin ekki réttum niðurstöðum í öllum tilfellum: „Fyrst byrjar hann á að fullyrða að dæmið okkar um einstæða móður á örorkubótum sé rangt. Í grein sinni heldur Kristófer því fram að öryrki, einstæð móðir með tvö börn (30 ára við fyrsta mat) hafi ráðstöfunartekjur upp á tæplega 688 þús. á mánuði eftir skatt og vísað í reiknivél TR. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, en þetta virðist byggja á villu í reiknivél TR. Hið rétta er að framfærsluuppbótin fyrir aðila í þessari stöðu er tæpar 78 þúsund kr. en ekki 421.380 kr.“ Þá víkur Ragnar Þór að því að greinarhöfundur vilji gefa til kynna að helsti drifkraftur verðbólgu séu launahækkanir og að lönd sem hafi haft jákvæða raunvexti og lágar launahækkanir hafi gengið betur í baráttunni við verðbólgu. Samanburðurinn við nágrannalönd sláandi Og Ragnar Þór tekur til dæmi frá nágrannalöndunum: Í Svíþjóð séu launahækkanir til starfsfólks í verslunum hærri en kjarasamningar á íslenskum vinnumarkaði, stýrivextir fóru hæst í 4 prósent og húsnæðisvextir fóru hæst í 4,4 prósent á meðan verðbólga fór hæst í 12,3 prósent. Stýrivextir hafa lækkað í Svíþjóð tvisvar og eru komnir í 3,5 prósent. Reiknivél Tryggingastofnunar, sem margir reiða sig á, virðist veita hinar undarlegustu upplýsingar þegar sá gállinn er á henni. Og í Þýskalandi séu verslunarfélögin að ganga frá kjarasamningum sem skila um 15 prósenta launahækkunum í þriggja ára samningi. „Og hvernig hefur þeim gengið í baráttunni við verðbólguna? Og svona mætti lengi telja. Raunstýrivextir á Norðurlöndunum hafa svo verið meira og minna neikvæðir síðastliðin 10 ár,“ segir Ragnar Þór gramur og bendir á að ársverðbólga mælist um 2,2 prósent á Evrusvæðinu. „Já bullið sem vellur upp úr þessu ágæta fólki er auðvitað ekki svaravert á köflum en stundum verður manni um og ó.“
Fjármál heimilisins Skattar og tollar Félagsmál Efnahagsmál Tengdar fréttir „Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. 10. september 2024 19:33 Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. 9. september 2024 23:17 Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. 9. september 2024 20:02 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Það þarf neyðaraðgerðir við þessu neyðarástandi“ Mótmæli Alþýðusambands Íslands (ASÍ), BSRB og Kennarasambands Íslands (KÍ) fóru fram í dag. Fólk lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vind, kulda og að mótmælin hafi verið boðuð með stuttum fyrirvara, fjölmennti á Austurvöll og lét vel í sér heyra. 10. september 2024 19:33
Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. 9. september 2024 23:17
Segja að ekkert muni breytast nema fólkið sýni samstöðu Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðsforkólfar segjast skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og háum vöxtum og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. 9. september 2024 20:02