Hungrið enn til staðar hjá Gunnari: Með augun á næsta bardaga Aron Guðmundsson skrifar 12. september 2024 08:02 Gunnar Nelson stefnir á endurkomu í búrið. Vísir/Getty Íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson er ekki á því að segja skilið við bardagaferil sinn alveg strax. Hann segir hungrið enn til staðar og þrátt fyrir hækkandi aldur segist hann enn vera að bæta sig. Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“ MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira
Gunnar er orðinn 36 ára gamall og ferill hans í MMA teygir sig aftur til ársins 2007. Íslendingurinn hefur verið á mála hjá stærsta og þekktasta bardagasambandi heims, UFC, síðan árið 2012 og óumflýjanlega nálgast hann endalok síns atvinnumannaferils sem getur jú ekki verið eilífur. Þó er þessi brautryðjandi, sem vann yfirburðarsigur gegn Bandaríkjamanninum Bryan Barberena í mars á síðasta ári og er sem stendur á tveggja bardaga sigurgöngu í UFC, ekki að íhuga að leggja bardagahanskana á hilluna alveg strax. Gunnar á endurkomu í búrið undir lok árs. Bryan Barberena átti aldrei séns í Gunnar Nelson þegar þeir mættust á síðasta áriGetty/Catherine Ivill „Ég er bara í mjög fínu formi,“ segir Gunnar Nelson í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 nýkominn af æfingu í Mjölni. „Ég er að koma mér upp í enn betra form. Ég get ekki æft allan ársins hring eins og ég geri fyrir camp. Annars yrði ég bara rúmliggjandi. Ég er því að koma mér aftur af stað núna betur og betur og er að horfa á bardaga í kringum desember. Ég væri til í að keppa á því tímabili.“ Eftir því sem að liðið hefur á atvinnumannaferilinn hjá Gunnari hefur hann sífellt verið að taka enn stærra skref inn í þjálfun og hjá Mjölni er hann að leiðbeina ungum MMA bardagaköppum. „Ég svona reyni að vera ekki að spá alltof langt fram í tímann,“ segir Gunnar aðspurður hvernig hann sjái nánustu framtíð hjá sér á bardagaferlinum. „Jú hef lengi hugsað um að fara kalla þetta gott. Skrokkurinn er alveg farinn að segja til sín og núna lengi hef ég haft áhuga á töluvert öðrum hlutum heldur en endilega sjálfum mér í þessu dæmi. Þjálfun og svoleiðis. En mér finnst enn mjög gaman að keppa. Mig hungrar alltaf í það. Mér finnst það enn vera svo stór partur af mér sem einstaklingi í blönduðum bardagalistum að keppa. Ég fæ mig ekki í að stoppa það af alveg strax.“ Þannig að bardagahanskarnir eru ekki á leiðinni á hilluna? „Ekki alveg strax. Ég finn enn fyrir því að ég er að bæta mig. Þó skrokkurinn sé ekki enn tvítugur þá er ég að verða betri og betri með hverju árinu.“
MMA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Símon og Birnir slógu Íslandsmet sín Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Varð sá hávaxnasti í sögunni Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Sjá meira