Dragi úr virðingu fyrir lögunum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2024 12:13 Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslendingar veðja næstmest allra Evrópuþjóða miðað við höfðatölu og verður ríkið af tæpum fimm milljörðum króna á ári í skatttekjur með núverandi löggjöf samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Framkvæmdastjórinn segir það draga úr virðingu fyrir lögunum að hafa lagaumhverfi sem virkar ekki. Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn. Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Á Íslandi eru veðmál ólögleg nema með sérstöku sérleyfi. Einungis má reka happdrætti með þann tilgang að afla fjár til almannaheilla en lögin hafa ekki verið uppfærð síðan árið 2011. Síðan árið 2003 hefur orðið gífurleg breyting á veðmálabransanum hér á landi. Þá fóru 91 prósent veðmála fram hjá innlendum aðilum og veðjað var fyrir fjóra milljarða króna. Í fyrra eyddum við hins vegar tuttugu milljörðum króna og 55 prósent veðmála fóru fram hjá innlendum aðilum. Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að á þessum tíma hafi Ísland eftir á meðan öll önnur ríki Evrópu, nema Noregur, brugðust við þessari miklu breytingu á markaði. „Við ættum að taka starfsleyfi upp til að hætta að stinga höfðinu í sandinn. Bannstefna stjórnvalda gagnvart veðmálum hefur ekki skilað árangri. Íslendingar eru ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Við veðjum fyrir áttatíu þúsund krónur á mann á ári. það eina sem stefnan hefur skilað er að færa starfsemina út fyrir landsteinana þar sem hún skilar hvorki skatttekjum né er hægt að setja reglur um hvernig hún fer fram,“ segir Björn. Viðskiptaráð áætlar að afnám sérleyfakerfisins skili ríkissjóði 4,8 milljörðum króna á ári. Ráðið vill að samhliða niðurfellingu sérleyfa verði opinber framlög til almannaheillafélaganna sem hafa leyfin aukin sem nemur fjárhagslegum skakkaföllum þeirra af breytingunum. „Að okkar mati er ekki gott að vera með lagaumgjörð sem virkar ekki. Það dregur úr virðingu fyrir lögunum og það er verið að banna hluti sem eiga sér stað engu að síður. Þannig að okkar mati er þetta aðkallandi og það er ein af ástæðunum fyrir því að við gefum út þessar tillögur núna. Við vonum að dómsmálaráðherra bregðist við þessu og erum reiðubúin í samtal við ráðuneytið um það,“ segir Björn.
Fjárhættuspil Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30 Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Segir tímabært að Ísland stokki spilin upp á nýtt Maarten Haijer, framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka evrópskra veðmálafyrirtækja, tekur til varna fyrir erlend veðmálafyrirtæki sem hafa verið áberandi í umræðunni hér á landi undanfarnar vikur. Það gerir hann í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir regluverk á Íslandi varðandi fjárhættuspil vera fast í fortíðinni. 24. júlí 2024 07:30
Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40
Myndi engan skaða þótt veðmálafyrirtæki fengju að starfa Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér. 13. júlí 2024 15:51