Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 18:16 Weinstein í dómsal á Manhattan í júlí. Fjöldi kvenna hefur sakað hann um nauðgun og kynferðisleg ofbeldi yfir margra ára tímabil. AP/Adam Gray Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09