Weinstein ákærður fyrir fleiri kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 18:16 Weinstein í dómsal á Manhattan í júlí. Fjöldi kvenna hefur sakað hann um nauðgun og kynferðisleg ofbeldi yfir margra ára tímabil. AP/Adam Gray Saksóknarar í máli Harveys Weinstein, bandaríska kvikmyndaframleiðandans, hafa lagt fram ákæru á hendur honum fyrir enn fleiri kynferðisbrot. Réttað verður aftur yfir Weinstein í New York eftir að dómstóll ógilti dóm sem hann hlaut í vor. Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Trúnaður ríkir enn um innihald ákærunnar en honum verður aflétt þegar Weinstein kemur fyrir dómara vegna hennar. AP-fréttastofan segir að það gæti jafnvel orðið í næstu viku. Saksóknararnir sögðu fyrir dómi í dag að nokkrir ásakendur væru tilbúnir að bera vitni gegn Weinstein. Saksóknarnir greindu frá því í síðustu viku að þeir hefðu lagt sönnunargögn fyrir ákærudómstól um þrjár nýjar ásakanir á hendur Weinstein sem ná allt aftur á miðjan fyrsta áratug aldarinnar. AP segir ekki ljóst hvort að nýju ákærunnar tengist þeim ásökunum. Æðsti dómstóll New York-ríkis ógilti í apríl dóm sem Weinstein hlaut fyrir nauðgun og kynferðisofbeldi gegn tveimur konum árið 2020. Rétta á yfir honum í því máli aftur um miðjan nóvember. Weinstein, sem er 72 ára gamall, jafnar sig nú á hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í skyndi á mánudag. Þar var vökvi fjarlægður úr hjarta hans og lungum. Hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Ásakanir fjölda kvenna á hendur Weinstein árið 2017 hrundu af stað byltingu sem hefur verið kennd við „MeToo“ um víðan heim. Þá stigu fyrst og fremst konur fram og lýstu reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni valdamikilla manna.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Weinstein fluttur í flýti í bráðaaðgerð Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var fluttur í flýti á spítala í gær í New York þar sem hann gekkst undir bráðaaðgerð á hjarta. Lögmenn Weinstein tilkynntu þetta í samtali við fréttastofu BBC. 9. september 2024 21:09