Flokkur Meloni of hægrisinnaður fyrir Mussolini Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 22:17 Rachele Mussolini er dóttir yngsta sonar Benito Mussolini, fasistaforingjans alræmda. Hún er gengin í flokk Silvio Berlusconi heitins. Vísir/Getty Sonardóttir Benito Mussolini, fyrrverandi einræðisherra Ítalíu, ætlar að segja skilið við hægrijaðarflokk Giorgiu Meloni forsætisráðherra þar sem henni þykir flokkurinn hafa færst of langt til hægri. Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún. Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Rachele Mussolini, barnabarn fasistaforingjans alræmda, situr í borgarstjórn Rómarborgar fyrir hönd Bræðralags Ítalíu, flokks Meloni forsætisráðherra. Sá flokkur á rætur sínar að rekja til arftaka fasistaflokks Mussolini. Bræðralagið rekur nú harða stefnu í innflytjendamálum, varðandi þungunarrof og samkynja foreldra. Stefnan virðist ekki hugnast Mussolini því hún tilkynnnti að hún ætlaði að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Áfram Ítalíu, flokks Silvio Berluconis heitins, í borgarstjórn. Áfram Ítalía á einnig sæti í ríkisstjórn Meloni. „Það er tími til kominn að snúa við blaðinu og ganga í flokk sem mér finnst standa nær hófsemi minni og miðjusækni,“ sagði Mussolini sem hlaut flest atkvæði nokkurs borgarfulltrúa í síðustu kosningum árið 2021, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Heimildir Reuters herma að Mussolini hafi sérstaklega verið óánægð með afstöðu Bræðralagsins til borgaralegra réttinda. Áfram Ítalía þykir frjálslyndari flokkur þrátt fyrir að hann gefi sig einnig út fyrir að standa vörð um íhaldssöm kristileg gildi. Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítaliu, (t.h.) á góðri stundu með Katrínu Jakobsdóttur, þáverandi forsætisráðherra.Evrópuráðið Tók upp hanskann fyrir alsírska boxkonu Nýlega gagnrýndi Mussolini ummæli Meloni um Imane Khelif, alsírskan boxara. Mikið fjaðrafok upphófst eftir að Angela Carini, ítalskur keppinautur Khelif, gafst upp í bardaga þeirra á Ólympíuleikunum og falskar ásakanir flugu um að Khelif væri í raun karlmaður eða transkona. Meloni sagði að bardaginn hefði verið ósanngjarn og vísaði til þess að Khelif hefði fallið á „kynjaprófi“ á heimsmeistaramóti í fyrra. Sambandið sem stóð að þeirri keppni er þó rúið trausti og forsvarsmenn hafa aldrei viljað upplýsa hvað fólst í prófinu eða hvernig Khelif hefði fallið á því. Mussolini tók þá upp hanskann fyrir Khelif. „Þar til annað er sannað er Imane Khelif kona og hún hefur orðið fyrir ómaklegum nornaveiðum,“ sagði hún.
Ítalía Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35 Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Blaðamaður sektaður fyrir að segja Meloni litla Ítalskur blaðamaður hefur verið dæmdur til að greiða Giorgiu Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, 5.000 evrur í miskabætur eftir að hafa gert grín að hæð hennar. 19. júlí 2024 08:35
Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. 15. ágúst 2023 12:08