Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 13. september 2024 07:02 „Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
„Hér er allt í fína lagi í þjóðfélaginu“, segir formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, en fylgið er hverfandi og því þurfum að leita rótanna og sveigja til hægri í pólitíkinni. „Við erum að gera góða hluti,“ segir sitjandi formaður VG, hefur þó áhyggjur af að fylgi flokksins sé horfið og því þurfi flokkurinn að sækja til upphafsins og fara til vinstri. „Þetta er allt að koma,“ segir formaður Framsóknarflokksins, eftir sjö ára stjórnarsetu en angrar hann samt að flokkurinn hafi misst annað hvert atkvæði frá síðustu kosningum og veit svo ekki alveg hvort hann vilji fara til hægri eða vinstri. Er það ekki einmitt DNA Framsóknarflokksins? Þessir þrír, oddvitar ríkisstjórnarflokkanna, Bjarni Ben, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi eru sumsé býsna brattir, en samt áhyggjurfullir; einn vill til hægri, annar til vinstri og sá þriðji hingað og þangað. En þegar þeir eru spurðir um ríkisstjórnarsamstarfið, þá eru allir sammála, þótt þeir stefni í ólíkar áttir. Allt upp í loft Þessi lýsing á veruleikanum á stjórnarheimilinu eru dýrkeypt fyrir lífskjör fólksins í landinu þar sem hégómans prjál er tekið umfram velfarnað fólksins. Þjóðin fylgist með því í beinni útsendingu hvort Bjarni Benediktsson lifir sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram að flokksþingi í febrúar næstkomandi. Varaformaður hans segist vonast til þess að verða formaður í næstu kosningabaráttu, sem þýðir að hún vilji formanninn á braut. Enginn vill verða nýr formaður Vinstri grænna, sem á að kjósa eftir nokkrar vikur. Að minnsta kosti sýnir enginn áhuga á því og lýsir framboði. Framsóknarflokkurinn kvartar yfir því að Samfylkingin hafi tekið yfir mál Framsóknarflokksins! Hvaða mál eru það, sem hægt er að hnupla af Framsókn? Þau eru ekki sýnileg, en þó merkilegar ítrekaðar yfirlýsingar formanns og varaformanns Framsóknarflokksins um þessi efni, að það væri sennilega bara betra að kjósa Samfyllkinguna, því hún væri með öll málin sem Framsókn lætur sig dreyma um! Pólitík snýst um meginatriði Á sama tíma og þessi þriggja flokka ríkisstjórn er á síðustu metrunum og fullkomlega tengslalaus við veruleika daglegs lífs hjá stærstum hluta almennings sem er að reyna að láta enda ná saman í grasserandi verðbólgu og með okurvöxtum, þá hugsar ríkisstjórnin fyrst og síðast um það hvernig hangið verður í stólunum. Við jafnaðarfólk í Samfylkingunni erum ekki að hrópa á torgum og lofa gulli og grænum skógum. Við erum ekki hluti af þessu drama á stjórnarheimilinu og þeim innanmeinum sem þar er að finna. En við vinnum okkar heimavinnu á sama tíma; við byggjum til framtíðar með skýrri stefnu í heilbrigðismálum, orku- og atvinnumálum og nú varðandi endurreisn húsnæðiskerfisins. Þær tillögur eru ígrundaðar, þær eru raunsæjar og til þess færar að koma okkur Íslendingum upp úr skotgröfum þreytu og uppgjafar núverandi valdhafa. Við erum ekki flokkur yfirboða heldur markvissar uppbyggingar. Við viljum nýtt upphaf; skapandi samfélag fyrir fólkið, atvinnulífið og velferðina. Við stöndum fyrir hugsjónir og erum með skýrar leiðir að þeim markmiðum. Við gerum sem við segjum. Valið er okkar Kosningar munu koma. Fyrr en síðar. Við erum tilbúin. Undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns flokksins, leggjum við okkar mál fram og segjum um leið: á grundvelli jafnaðarstefnunnar erum við tilbúin til verkanna. Valkostirnir eru skýrir. Áframhaldandi moðsuða eða nýtt upphaf til sóknar fyrir íslenskt launafólk, fyrir öflugt atvinnulíf, fyrir velferðarkerfi sem stendur undir nafni. Já, þetta er nefnilega allt að koma; en eftir kosningar með jafnaðarfólki í forystu! Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar