Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ber fulla ábyrgð á stöðunni! Haraldur Þór Jónsson skrifar 14. september 2024 12:03 Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Haraldur Þór Jónsson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Á mbl.is birtist í gær frétt undir fyrirsögninni „Þjóðin ber skaðann af þessari framgöngu“ (mbl.is). Þar segir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að þjóðin beri skaða af framgöngu þeirra sem reyni að tefja fyrir grænni orkuöflun. Einnig segir ráðherrann að það sé ekki hugmyndin með kæruleiðum að menn séu að ná fram einhverjum pólitískum markmiðum. Mikilvægt er að ráðherrann fari að átta sig á því að hann og sú ríkisstjórn sem hann er hluti af ber alla ábyrgðina á núverandi stöðu. Það er þjóðin sem ber skaðann af framgöngu ríkisstjórnarinnar í orkumálum og með framgöngu ráðherrans sem virðist hann alveg hafa gleymt því að hann er líka umhverfisráðherra (ekki bara orku- og loftslagsráðherra). Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur engin stórvirkjun farið af stað til að afla grænnar orku, engin! Í sjö ár hefur verið algjört virkjanastopp sem skrifa má á vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og lélegt samráð við íbúa landsins, þá sérstaklega nærumhverfið þar sem virkjanir eiga að rísa. Búrfellslundur sat fastur í meðferð Alþingis í 10 ár. Sú vinna sem var unnin í verkefnastjórn rammaáætlunar skilaði þeirri niðurstöðu að mati verkefnastjórnunarinnar að ekki ætti að byggja Búrfellslund. Hálendi Íslands væri verðmætara en svo að setja ætti þar niður vindmyllur! Í vor lagði svo ráðherrann fram á Alþingi stefnumörkun til framtíðar í vindorku. Þar leggur hann það til að ekki eigi að byggja vindorkuverk innan miðhálendislínunnar, en þar á einmitt fyrirhugaður Búrfellslundur á að rísa, gegn vilja nærumhverfisins og gegn faglegum ráðleggingum verkefnastjórnunar rammaáætlunar! Hér fer ekki saman hljóð og mynd! Í meðferð Alþingis þá var Búrfellslundur settur í nýtingarflokk án samráðs við nærumhverfið. Það var pólitísk ákvörðun. Það var líka ekki gert samkvæmt lögum eins og fram kemur í kæru Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Afgreiðsla þingsins var því ólögleg og ber þjóðin skaðann af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Í lögum um rammaáætlun hafa sveitarfélög heimild til að fresta því að setja virkjanakosti í sitt skipulag. Slíkt gerði Skeiða- og Gnúpverjahreppur þann 8. júní 2023, en hvorki orku- og loftslagsráðherrann né Landsvirkjun hlustuðu á það. Það var einfaldlega reynt að keyra málið áfram án þess að virða lög. Ráðherrann ber þar fulla ábyrgð og við, þjóðin, sitjum uppi með tjónið! Hvað gerist svo ef Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamálið fellir virkjanaleyfi Búrfellslundar úr gildi og Landsvirkjun þar að sækja um aftur í rammaáætlun? Jú, það sem gerist er að Búrfellslundur verður aldrei byggður og þjóðin situr uppi með milljarða tjón Landsvirkjunar af undirbúningi Búrfellslundar sögum lélegra vinnubragða ríkisstjórnarinnar þar sem orku- og loftslagsráðherrann ber mesta ábyrgð farandi fyrir málaflokknum. En svo staðreyndum sé haldið til haga, þá yrði slík niðurstaða sigur fyrir íslenska náttúru og myndi tryggja það að aldrei rísi vindmyllur á hálendi Íslands. Slík niðurstaða væri farsæl fyrir Íslenska þjóð. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar