„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 20:31 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent