Magnaður Messi mætti aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 09:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinni í endurkomunni í lið Inter Miami í nótt. Getty/Megan Briggs Lionel Messi lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í nótt þegar hann leiddi Inter Miami til sigurs í MLS deildinni í fótbolta. Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti