Magnaður Messi mætti aftur með stæl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 09:31 Lionel Messi fagnar öðru marka sinni í endurkomunni í lið Inter Miami í nótt. Getty/Megan Briggs Lionel Messi lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í nótt þegar hann leiddi Inter Miami til sigurs í MLS deildinni í fótbolta. Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Messi skoraði tvö mörk og átti síðan stoðsendinguna á góðvin sinn í þriðja markinu. Hann lék líka allar níutíu mínútur leiksins þegar Inter vann 3-1 heimasigur á Philadelphia Union. Messi hafði ekki spilað fótbolta síðan að hann meiddist í úrslita Suðurameríkukeppninnar í sumar sem var 14. júlí síðastliðinn. Messi meiddist illa á ökkla í þeim leik. Það var miklu lengra síðan að hann spilaði síðast með bandaríska félaginu sínu en það var 1. júní eða fyrir meira en þremur mánuðum síðan. A dream return for Messi!Two goals in the space of a few minutes & Miami are flying. 💥💥 pic.twitter.com/9yQonEwrIL— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Þetta byrjaði þó ekki vel því Mikkel Uhre kom Philadelphia Union í 1-0 strax á 2. mínútu leiksins. Messi skoraði mörkin sína á 26. og 30. mínútu og í bæði skiptin fékk hann stoðsendinguna frá Jordi Alba. Messi lagði síðan upp mark fyrir Luis Suarez í uppbótatíma. „Ég svo lítið þeyttur enda hjálpar hitinn og rakinn í Miami ekki mikið. Ég vildi koma til baka og ég fékk mikinn tíma á vellinum,“ sagði Messi við Apple TV eftir leik. „Smá saman þá fann ég mig betur og betur með liðinu, leið vel og þess vegna ákváðum við að ég myndi byrja þennan leik. Ég er mjög ánægður,“ sagði Messi. LIKE HE NEVER LEFT.Leo Messi finds the equalizer for @InterMiamiCF in style. pic.twitter.com/sC08aAVGWI— Major League Soccer (@MLS) September 15, 2024 Messi varð með þessu fljótasti maðurinn í sögu MLS til að ná fimmtán mörkum og fimmtán stoðsendingum en það afrekaði hann í aðeins nítján leikjum. Sebastian Giovinco náði því í 29 leikjum og Messi bætti það því um tíu leiki. Inter Miami er á toppnum í Austurdeildinni með 62 stig úr 28 leikjum. Liðið á enn möguleika á því að bæta stigametið. Messi er þrátt fyrir fjarveruna fimmti markahæstur í deildinni með 14 mörk. Hann er líka í þriðja sæti í stoðsendingum með fimmtán slíkar. Ólík úrslit hjá Íslendingunum Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn þegar Orlando City vann 3-0 sigur á New England Revolution. Orlando liðið er í fimmta sæti Austurdeildarinnar. Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu þegar St. Louis City tapaði 3-1 á heimavelli á móti Minnesota United. St. Louis liðið er í þrettánda sæti Vesturdeildarinnar af fjórtán liðum.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira