Ída Marín stundar nám við Louisiana State University, LSU, og spilar einnig fótbolta með liðinu.
Hún gat því ekki klárað tímabilið með FH-liðinu því skólinn í Bandaríkjunum var að byrja í ágúst.
FH-ingarnir skiluðu henni samt í flottu formi ef marka má byrjun hennar hinum megin við Atlantshafið.
Ída er þegar komin með sex mörk í fyrstu sjö leikjum liðsins. Hún er þegar búin að gera betur en í fyrra þegar hún var með fjögur mörk í tuttugu leikjum.
Hún hefur verið sjóðandi í síðustu tveimur leikjum því hún skoraði tvennu í tveimur leikjum í röð.
Ída Marín skoraði tvö mörk með mínútu millibili í 3-1 sigri LSU á Louisiana State og fylgdi því eftir með því að skora tvö mörk í 4-1 sigri LSU á San Francisco.
Louisiana State vakti athygli á íslenska leikmanninum sínum á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér fyrir neðan.
Puttin’ on a show
— LSU Soccer (@LSUSoccer) September 14, 2024
That’s two games with back-to-back braces for Ida 😮💨 pic.twitter.com/us6WnyPWLQ