Sérstakir leikir sama hvað er undir: „Alltaf smá auka fiðringur“ Aron Guðmundsson skrifar 15. september 2024 12:17 Frá fyrri leik HK og Breiðabliks á yfirstandandi tímabili í Bestu deildinni Vísir/Diego Breiðablik og HK mætast í Kópavogsslag í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn er þýðingarmikill fyrir bæði lið í deildinni en montrétturinn í Kópavogi er einnig undir. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, segir alltaf auka fiðring og spennu fylgja leikjunum við Breiðablik. Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45. Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Breiðablik getur tyllt sér á topp Bestu deildarinnar með jafntefli eða sigri gegn grönnum sínum í HK í dag þar sem að liðin mætast í Kópavogsslag og þar með varpað pressunni yfir á Víkinga sem eiga leik á morgun en liðin eru núna jöfn að stigum á toppi bestu deildarinnar. HK-ingar þrá sömuleiðis stigin þrjú sem myndu sjá til þess að þeir færðust fjær fallsæti. „Hann horfir bara nokkuð vel við mér. Þetta er bara þannig leikur að sama hvar liðin eru í töflunni þá er hann alltaf mjög sérstakur,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HKVísir/Diego „Minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki“ HK-ingar hafa verið að sækja mikilvæga sigra í undanförnum leikjum. Úrslit sem gefa tilefni til bjartsýni þó svo að andstæðingur dagsins sé það lið í Bestu deildinni sem er á besta skriðinu um þessar mundir. „Eftir sigurinn gegn Fram, fyrir landsleikjahléið, sagði ég að það kæmi dálítið betur í ljós seinna í dag hvað sá sigur gaf okkur. Fyrir þetta hlé náðum við inn tveimur heimasigrum með stuttu millibili sem gefa okkur aukna trúa á verkefnið. Úrslit sem sjá til þess að það er aðeins léttara yfir okkur og minnir menn á hvað það er hrikalega gaman að vinna leiki.“ Kópavogsslagir HK og Breiðabliks hafa verið fjörugir upp á síðkastið. HK-ingar töpuðu fyrri leiknum gegn Blikum á yfirstandandi tímabili í Kórnum eftir að hafa tímabilið þar áður unnið báða leiki liðanna í miklum markaleikjum. Liðin standa í ströngu á sitt hvorum enda töflunnar fyrir þessa lokaumferð Bestu deildarinnar áður en henni verður skipt upp í tvo helminga. Sigur í dag myndi gefa HK-ingum, sem eru núna tveimur stigum frá fallsæti, mikinn byr undir báða vængi fyrir úrslitakeppnina á meðan að Breiðablik má ekki við að misstíga sig í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við ríkjandi meistara Víkings Reykjavíkur þar sem að liðin eru núna jöfn að stigum á toppi deildarinnar. „Þetta er sérstakur leikur á þann hátt að sama hvað er undir miðað við sæti í deild þá er alltaf smá auka fiðringur, auka spenningur fyrir því að fara með sigur af hólmi. Auðvitað er hann mikilvægur fyrir okkur í þeirri baráttu sem að við stöndum nú í og sömuleiðis er hann mikilvægur Blikum í þeirra baráttu. Baráttan fyrir einhverjum ákveðnum montrétti og stolti gagnvart þessum leik næstu daga er líka mönnum ofarlega í huga.“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem er á fljúgandi siglingu í Bestu deildinni um þessar mundir og þráir að hrifsa Íslandsmeistaratitilinn af Víkingum.Vísir/Anton Brink Hvað þurfið þið að varast í leik Blika í dag? „Við þurfum bara að vera tilbúnir í leik sem verður spilaður af hárri ákefð. Blikarnir hafa sýnt það í síðustu leikjum að þeir spila leikina til enda. Spila á háu tempói í gegnum allan leikinn sama hver staðan er. Við þurfum klárlega að búa okkur undir erfiðan leik og mikla baráttu. Upplifun okkar af leikjunum tveimur við þá á síðasta tímabili gefur þeim sem voru í þeim leikjum extra orku til þess að sækja sigurinn og reyna að endurlifa þá tilfinningu. Þá gírun sem var í kringum þá viðburði.“ Leikur Breiðabliks og HK í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar karla í fótbolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem hefst klukkan 16:45.
Besta deild karla HK Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira