Lægð nálgast landið í nótt og gular viðvaranir á morgun Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 16:25 Hvassast verður á Suðurlandi undir Eyjafjöllum líkt og oft áður. vísir/vilhelm Gular veðurviðvaranir taka gildi á Suðurlandi og miðhálendi um og upp úr hádegi á morgun vegna hvassviðris. Á Suðurlandi er búist við austan og suðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu, hvassast undir Eyjafjöllum og í Selvogi þar sem vindhviður geta nálgast allt að 40 metrum á sekúndu. Veðurstofa Íslands greinir frá því að veðrið sé varasamt ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindum en viðvörunin fyrir Suðurland gildir til klukkan 18 á morgun. Á miðhálendinu er spáð austan og suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og verður mjög hviðótt, hvassast við fjöll. Slæmt ferðaverður verður á svæðinu. Viðvörunin gildir frá klukkan 13 til 22. Vaxandi lægð á norðurleið Að sögn veðurfræðings verður hæg norðlæg átt og víða léttskýjað í kvöld, en dálítil él norðaustanlands í fyrstu. Langt suður í hafi sé vaxandi lægð á norðurleið og nálgast lægðin landið í nótt. „Fer þá að hvessa af austri og þykknar smám saman upp, hvassviðri eða stormur og fer að rigna á Suðurlandi um hádegi, en hægari og rigning víða í öðrum landshlutum seinnipartinn. Lægðin fer norðaustur yfir landið aðfaranótt þriðjudags og snýst þá fremur hæga suðvestanátt með smá skúrum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Næsta lægð komi á þriðjudagskvöld með nýjan skammt af sunnanvindi og vætu og áfram rigni á miðvikudag. Síðan er útlit fyrir nokkra daga með hægum vindum og þurrviðri í flestum landshlutum. Yfirleitt milt veður að deginum. Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira
Veðurstofa Íslands greinir frá því að veðrið sé varasamt ökutækjum sem viðkvæm eru fyrir vindum en viðvörunin fyrir Suðurland gildir til klukkan 18 á morgun. Á miðhálendinu er spáð austan og suðaustan 18 til 23 metrum á sekúndu og verður mjög hviðótt, hvassast við fjöll. Slæmt ferðaverður verður á svæðinu. Viðvörunin gildir frá klukkan 13 til 22. Vaxandi lægð á norðurleið Að sögn veðurfræðings verður hæg norðlæg átt og víða léttskýjað í kvöld, en dálítil él norðaustanlands í fyrstu. Langt suður í hafi sé vaxandi lægð á norðurleið og nálgast lægðin landið í nótt. „Fer þá að hvessa af austri og þykknar smám saman upp, hvassviðri eða stormur og fer að rigna á Suðurlandi um hádegi, en hægari og rigning víða í öðrum landshlutum seinnipartinn. Lægðin fer norðaustur yfir landið aðfaranótt þriðjudags og snýst þá fremur hæga suðvestanátt með smá skúrum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Næsta lægð komi á þriðjudagskvöld með nýjan skammt af sunnanvindi og vætu og áfram rigni á miðvikudag. Síðan er útlit fyrir nokkra daga með hægum vindum og þurrviðri í flestum landshlutum. Yfirleitt milt veður að deginum.
Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Sjá meira