„Gífurlega svekkjandi augnablik“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2024 19:29 Ómar Ingi fylgist með leik kvöldsins af hlíðarlínunni. vísir / viktor freyr Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK sagðist heilt yfir vera sáttur með frammistöðu HK í 5-3 tapinu gegn Blikum í dag. Hann sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun. Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
„Bara svekktur, svekktur hvernig þessar mínútur voru í kringum mark tvö og þrjú hjá Blikunum,“ sagði Ómar Ingi í viðtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport eftir leik. Blikar skoruðu þrjú mörk á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik eftir að HK hafði haft 2-1 forystu í hálfleik. „Svekktur að við höfum ekki gert betur komandi inn í seinni hálfleik með 2-1 forystu. Ákvarðanataka og grunnhlutir í kringum þau tvö mörk sem er bara ekki nógu gott.“ Blikar byrjuðu leikinn mun betur en Ómar Ingi sagði að HK-ingar höfðu búist við að leikurinn myndi þróast á svipaðan hátt og hann gerði. „Við vorum ekkert að pressa þá vel en ekki heldur að gefa mikil færi á okkur. Þeir fengu ekkert mikið af opnum færum fyrir utan þetta mark sem þeir skora í fyrri hálfleik þó svo að þeir hafi verið meira með boltann. Við vorum búnir að gera okkur grein fyrir að það yrði líklega staðan, að við þyrftum að sætta okkur við það að verjast til lengri tíma.“ „Þau særa okkur dálítið“ HK skoraði tvö mörk með skömmu millibili í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum. Eftir rúmlega stundarfjórðung í seinni hálfleik voru Blikar hins vegar komnir í 4-2. „Frábært í fyrri hálfleiknum að koma til baka eftir að hafa lent undir. Byrjunin á seinni hálfleik var ekki nógu góð.“ Skömmu áður en Blikar komust í 3-2 voru HK-ingar gríðarlega nálægt því að komast sjálfir í 3-2 forystu. Viktor Örn Margeirsson bjargaði þá glæsilega á marklínu þegar Eiður Gauti Sæbjörnsson var grátlega nálægt því að skora. „Auðvitað var það gríðarlega svekkjandi, þetta hefur verið millimetra eða sentimetra spursmál um það hvort við komumst yfir. Svo í næstu sókn eru þeir komnir yfir og þetta var gífurlega svekkjandi augnablik.“ Heil yfir sagðist Ómar sáttur með frammistöðu HK og sagði liðið þurfa að undirbúa sig vel fyrir baráttuna í neðri hluta Bestu deildarinnar. „Heilt yfir klárlega en mér finnst samt augnablik í mörkunum, í mörkum tvö og þrjú, þar sem við eigum að gera töluvert betur. Þau særa okkur dálítið.“ „Nú erum við að fara í fimm leiki sem verður hver öðrum mikilvægari fyrir mörg lið. Þetta verða erfiðir leikir og við þurfum að undirbúa okkur vel. Mæta klárir í allt það sem þessir síðustu leikir geta boðið upp á,“ en HK gætu hafið keppnina í neðri hlutanum í fallsæti ef Fylkismenn sækja sigur gegn Víkingum á morgun.
Besta deild karla Breiðablik HK Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira