Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins opnuð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 20:07 Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Hann er mjög ánægður og stoltur af nýju stöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins hefur verið opnuð á Selfossi en þar geta tuttugu og sex bílar af öllum stærðum og gerðum hlaðið í einu allan sólarhringinn. Það er hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar, sem á heiðurinn af hleðslustöðinni með samstarfsaðilum sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar
Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Erlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira