Osimhen kom á láni frá Napoli. Ítalska félagið reyndi að selja hann í sumar en tókst það ekki, nýráðinn þjálfari liðsins vildi ekki nota hann og Osimhen neyddist því til að fara til Tyrklands.
Þegar hann lenti í höfuðborginni Istanbul fyrir tæpum tveimur vikum var honum virkilega vel tekið.
Móttökurnar voru engu síðri þegar Osimhen spilaði loksins fyrir félagið í gær. Hann lék allan leikinn og lagði annað markið upp í 5-0 sigri en tókst ekki að skora sjálfur.

Eftir leik stökk hann svo upp í stúku, söng, dansaði og tók myndir með stuðningsmönnum. Hann virtist hinn allra ánægðasti með þetta allt saman, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiðum.
This video of Victor Osimhen climbing up to meet with the Galatasaray fans gives me Goosebumps 🤯!!! It’s his first GAME ❤️💛🇳🇬🇹🇷!! pic.twitter.com/o3IuDUe79K
— Buchi Laba (@Buchi_Laba) September 14, 2024
Osimhen İcardi'nin yoluna kaptırmış kendini.
— ASİ🔥🔥❤️💛 (@asi_reis_) September 14, 2024
Savaşınız atacağınız gollerle GS yımızı zaferlere taşimak olsun.
Bizde sizin aşkınız olalım.
Di Maria. Jelert. Berkan. Benfica. Ciro pic.twitter.com/hhgQRqdwLl