Bandarískir fjölmiðlar greindu frá andláti Tito Jackson í nótt, en hann varð sjötugur að aldri. Ekkert hefur verið gefið upp um orsök andlátsins.
Tito var meðlimur í sveitinni Jackson 5 ásamt bræðrum sínum Jackie, Jermaine, Marlon og Michael sem lést árið 2009.
Tito Jackson var nýverið staddur í München í Þýskalandi þar sem sveitin átti að troða upp.
Synir Tito Jackson, þeir Taj, Taryll og TJ Jackson, staðfesta sömuleiðis andlátið á Instagram, en þeir mynduðu saman sveitina 3T sem starfrækt var á 1990.
The Jackson 5 var mynduð í bænum Gary í Indiana árið 1964 og átti smelli á borð við ABC, The Love You Save og I Want You Back. Sveitin seldi rúmlega 150 milljónir platna á heimsvísu, en það var faðir bræðranna, Joe Jackson, sem setti sveitina saman.
Tito, sem hét Toriano Adaryll Jackson réttu nafni, var þriðji elsti í níu manna systkinahópi.