Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. september 2024 11:01 Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mannréttindi Mál Yazans Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öllum sem fylgjast með þjóðmálaumræðu er ljóst að djúp afturhaldsbylgja er komin upp á yfirborðið í íslenskri umræðu og íslenskum stjórnmálum. Hún endurspeglar að miklu leyti þá þróun sem hefur orðið í löndunum í kringum okkur á undanförnum árum, en þjóðernissinnaðir flokkar hafa tekið völdin í mörgum ríkjum Evrópu, sums staðar hreinlega fasískir flokkar. Þegar slík öfl ná yfirhöndinni minnkar umburðarlyndi og samstaða með því fólki sem ekki tilheyrir meirihlutanum. Uppgangur þeirra getur verið lúmskur, en þegar öfl af þessu tagi ná annað hvort pólitískum völdum eða merkjanlegum áhrifum í opinberri umræðu líður yfirleitt ekki á löngu þar til ráðist er markvisst að réttindum fólks á flótta, hinsegin fólks og kvenna. Minnihlutahópar og málsvarar þeirra eru gerðir að óvini hins ‘venjulega borgara’ í einfeldningslegri umræðu sem fletur fjölbreytta hópa fólks út í staðalmyndir sem auðvelt er að tortryggja og óttast. Aukin heift, lygar og alhæfingar í umræðu um minnihlutahópa um allan heim hafa nú þegar haft áhrif á Íslandi. Stjórnmálafólk ýtir fólki á jaðrinum enn lengra út á hann, í stað þess að vinna að samfélagi þar sem við fáum öll að tilheyra. Í þessu furðulega andrúmslofti veigra meira að segja stjórnmálaflokkar sem almennt hafa staðið fyrir umburðarlyndi og virðingu fyrir öllu fólki sér við því að taka skýra afstöðu með mannréttindum - og ýta þar með undir að þau séu að engu höfð. Það er í svona samfélagi sem það er talið öfgafullt að tala fyrir rétti fólks á flótta, fyrir hinsegin réttindum, fyrir femínisma. Það er í svona samfélagi sem stór hópur fólks hefur talið sér trú um að það sé á einhvern hátt í lagi að brottvísa langveiku barni í hjólastól í skjóli nætur. Þegar best tekst til hefur styrkur íslensks samfélags verið að okkur hefur tekist að standa saman gegn fordómum og afturhaldi. Við höfum breytt samfélaginu til hins betra, stundum hægt og rólega og stundum á undraverðum hraða. En þegar heiftin eykst þagna raddir umburðarlyndis. Þetta hefur gerst hægt og rólega á undanförnum árum og nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að svara spurningunni: Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að umburðarleysi og afturhald nái yfirhöndinni í íslensku samfélagi? Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að vera gerð samsek í ofbeldi gegn fólki sem hingað leitar? Hvernig ætlum við að standa vörð um hvert annað til framtíðar? Í morgun ofbauð mér svo fullkomlega, og ég veit að ég er ekki ein. Það þarf að heyrast í okkur sem ætlum ekki að sætta okkur við þessa þróun - og það hátt. Allt fólk sem stendur með frelsi fólks til þess að lifa lífinu án fordóma og jaðarsetningar - án ofbeldis af hendi stjórnvalda - þarf núna að taka sér pláss í umræðunni. Á kaffistofum, á netinu, í heita pottinum. Það er skylda okkar í lýðræðissamfélagi. Við látum ekki bjóða okkur að áhrifafólk búi til grýlur úr fólki sem hefur ekkert sér til saka unnið, eða að stjórnmálafólk sitji hjá þegar ráðist er gegn grundvallarréttindum þeirra. Það hefur afleiðingar að koma illa fram við annað fólk. Þeir flokkar sem tala fyrir meðferð líkt og þeirri sem Yazan Tamimi hefur þurft að sæta og þeir sem ekki geta tekið skýra afstöðu með mannréttindum barna óháð uppruna þurfa að finna að fólk sættir sig ekki við óbreytt ástand. Við getum snúið þessari þróun við. Hingað og ekki skrefinu lengra. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun