Jóhann Óli hlýtur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2024 12:19 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, veitir Jóhanni Óla Hilmarssyni Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Stjr Jóhann Óli Hilmarsson, fuglavísindamaður og fuglaljósmyndari, hlaut í dag Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti Jóhanni Óla viðurkenninguna á Degi íslenskrar náttúru, en þetta er í fimmtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Jóhann Óli sé meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. „Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Hann er höfundur bókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, sem hafa komið út í yfir 40.000 eintökum víða um heim. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Þá hefur Jóhann Óli hefur barist ötullega fyrir friðun og endurheimt votlendis og átti stóran þátt í því að Friðland í Flóa varð að veruleika. Sá vettvangur hefur m.a. auðveldað almenningi að kynnast fuglum í sínum náttúrulegum heimkynnum. Jóhann Óli hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fuglalífi og er sjálfmenntaður en öflugur fuglafræðingur. Þá hefur hann verið laginn við að mynda fugla og hafa myndir hans farið víða um heim. Hann sat í stjórn Fuglaverndar um áratuga skeið, var formaður félagsins í vel yfir 20 ár og hefur átt stóran þátt í að gera Fuglavernd að því öfluga náttúruverndarfélagi sem það er í dag. Síðastliðinn 10-15 ár hefur Jóhann Óli starfað við fuglaleiðsögn fyrir íslenska og erlenda fuglaáhugamenn. Er hann gagnkunnur landinu og hefur auk þess farið með hópa í fuglaskoðunarferðir til Evrópu og Austurlanda, sem og ferðast vítt og breitt um heiminn á eigin vegum til að skoða fugla,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að það sé sér ánægjuefni að afhenda Jóhanni Óla Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. „Jóhann Óli er vel þekktur meðal almennings sem einn okkar helsti fræðari og sérfræðingur um allt sem viðkemur fuglum og fuglalífi. Í ljósi þess að á Íslandi eru fjölmörg alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, þar sem fuglar m.a. koma til vetrardvalar og til að verpa, er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að eiga fólk sem af hugsjón og ástríðu fylgist með fuglunum og fræðir okkur hin um þá,“ segir Guðlaugur Þór. Umhverfismál Fuglar Ljósmyndun Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhenti Jóhanni Óla viðurkenninguna á Degi íslenskrar náttúru, en þetta er í fimmtánda sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að Jóhann Óli sé meðal helstu fuglavísindamanna og fuglaljósmyndara landsins. „Hann var um árabil formaður Fuglaverndar og ljósmyndir hans hafa birst víða um heim. Hann er höfundur bókanna Lundinn og Íslenskur fuglavísir, sem hafa komið út í yfir 40.000 eintökum víða um heim. Auk þess hefur birst eftir hann fjöldi greina í blöðum og tímaritum. Þá hefur Jóhann Óli hefur barist ötullega fyrir friðun og endurheimt votlendis og átti stóran þátt í því að Friðland í Flóa varð að veruleika. Sá vettvangur hefur m.a. auðveldað almenningi að kynnast fuglum í sínum náttúrulegum heimkynnum. Jóhann Óli hefur frá unga aldri haft mikinn áhuga á fuglalífi og er sjálfmenntaður en öflugur fuglafræðingur. Þá hefur hann verið laginn við að mynda fugla og hafa myndir hans farið víða um heim. Hann sat í stjórn Fuglaverndar um áratuga skeið, var formaður félagsins í vel yfir 20 ár og hefur átt stóran þátt í að gera Fuglavernd að því öfluga náttúruverndarfélagi sem það er í dag. Síðastliðinn 10-15 ár hefur Jóhann Óli starfað við fuglaleiðsögn fyrir íslenska og erlenda fuglaáhugamenn. Er hann gagnkunnur landinu og hefur auk þess farið með hópa í fuglaskoðunarferðir til Evrópu og Austurlanda, sem og ferðast vítt og breitt um heiminn á eigin vegum til að skoða fugla,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, að það sé sér ánægjuefni að afhenda Jóhanni Óla Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. „Jóhann Óli er vel þekktur meðal almennings sem einn okkar helsti fræðari og sérfræðingur um allt sem viðkemur fuglum og fuglalífi. Í ljósi þess að á Íslandi eru fjölmörg alþjóðlega mikilvæg fuglasvæði, þar sem fuglar m.a. koma til vetrardvalar og til að verpa, er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að eiga fólk sem af hugsjón og ástríðu fylgist með fuglunum og fræðir okkur hin um þá,“ segir Guðlaugur Þór.
Umhverfismál Fuglar Ljósmyndun Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira