Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2024 09:31 Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það var kallað sparnaðarþingið mikla, vorþingið árið 1924, þegar ríkisstjórn Íhaldsflokksins réðist í niðurskurð á öllu sem hægt var að skera niður. Framkvæmdir voru stöðvaðar, snardregið úr fjárframlagi til menntamála, vísinda og lista og ráðist í umfangsmikla einkavæðingu á ríkisstofnunum. Markmiðið var að orðinu til að ná jöfnuði milli tekna og útgjalda og greiða niður skuldir, en sagan átti sér dýpri rætur. Þetta var árið sem niðurskurðarstefna kom til Íslands, fyrir nákvæmlega einni öld. Hún var þá í mótun á alþjóðlegu teikniborði bankamanna og hagfræðinga til að tryggja að reikningurinn fyrir fyrri heimsstyrjöldina lenti á herðum almennings, þvert á lýðræðislegan vilja sem hafði meiri slagkraft en áður vegna almenns kosningaréttar og aukinna félagslegra réttindi víða í Evrópu. Háir vextir eru niðurskurðarstefna Íslenskir erindrekar og stjórnmálamenn kynntu sér stefnur og strauma og hrifust með niðurskurðarstefnunni. Í þeirra huga þjónaði hún líka því hlutverki að sporna gegn metnaðarfullum hugmyndum verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinna um uppbyggingu samfélagsins. Alþjóðastofnanir á borð við Þjóðabandalagið, forveri Sameinuðu þjóðanna, gerðu gjarnan niðurskurðastefnu að skilyrði fyrir lánveitingum til ríkja í vanda, en Ísland tók hana sjálfviljugt upp. Tæpum níutíu árum síðar voru íslensk stjórnvöld ekki eins sjálfviljug þegar þau stóðu andspænis Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem krafðist niðurskurðar í skiptum fyrir lánveitingu. Ísland Hrunsins sætti þá sömu kröfum og fjöldi þróunarríkja hafði gert áratugum saman. Þetta var lenskan hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Alþjóðabankanum, sem báðir hafa starfað eftir hugmyndafræði niðurskurðarstefnu. En hvað er niðurskurðarstefna? Clara Mattei hagfræðiprófessor hefur fjallað ítarlega um tilurð og inntak niðurskurðarstefnu. Hún bendir á að niðurskurðarstefna feli ekki eingöngu í sér niðurskurð á ríkisútgjöldum, heldur einnig einkavæðingu, vanrækslu innviða, háa stýrivexti og niðurbrot á kjörum og réttindum launafólks. Enn fremur þá hafa hún og fleiri fræðimenn sýnt fram á að niðurskurðarstefna hefur hvergi virkað til að ná yfirlýstu markmiði, það er að segja að draga úr skuldum og reisa við efnahag í vanda. Niðurskurðarstefna hefur hins vegar náð því markmiði sem sjaldnast er fært í orð og það er að verja fjármagn og misskiptingu fyrir kröfum almennings um sanngjarna dreifingu byrðanna þegar erfiðleikar blasa við. Málþing VR í dag! Í dag, þriðjudag, flytur Clara Mattei erindi á málþingi á vegum VR og í kjölfar erindis hennar verður fjallað um niðurskurðarstefnu í íslensku samhengi. Nú þegar stýrivextir hafa staðið í stað í heilt ár er ljóst að íslensk efnahagsstefna þarfnast gagngerrar endurskoðunar. Hagsmunaaðilar fjármagnseigenda kalla eftir niðurskurði á útgjöldum hins opinbera og uppi eru kröfur um aukna gjaldheimtu fyrir jafnt vegi sem leikskóla. Er þetta í alvöru eina leiðin? Svarið við þeirri spurningu er nei. Það er hægt að stýra efnahag úr kreppu með hagsmuni almennings að leiðarljósi fremur en þrönga hagsmuni fjármagnseigenda. Til þess þarf hins vegar að skera upp herör gegn þeim kreddum sem hagstjórnin byggir á, hvort sem þær lúta að þeirri lífsseigu mýtu að verðbólga sé öllu öðru fremur komin til vegna launa venjulegs fólks eða þeirri að niðurskurður á þjónustu hins opinbera sé hin eina færa leið til að slá á eftirspurn. Málþing VR um niðurskurðarstefnu undir yfirskriftinni Efnahagsleg nauðsyn eða pólitísk hugmyndafræði? fer fram í samkomusal VR á 9. hæð í Kringlunni 7. Málþingið er öllum opið, hefst kl. 14 og upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef VR. Höfundur er varaformaður VR
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun