Juventus var betri aðilinn frá upphafsflauti og opnunarmarkið hafði lengið legið í loftinu þegar Kenan Yildiz fékk boltann frá Nicolás González, keyrði inn á völlinn og smurði hann út við samskeytin fjær.
Áfram hélt Juventus að herja á gestina og bætti öðru marki við skömmu síðar, Weston McKennie var þar á ferð.
Í upphafi seinni hálfleiks var sigurinn svo gott sem tryggður þegar Nicolás González negldi boltanum í netið í þriðja sinn eftir sendingu frá framherjanum Dusan Vlahovic.
PSV var aldrei nálægt því að sækja stig í leiknum, en tókst að minnka muninn í uppbótartíma. Ismael Saibari með mark sem skilaði lokaniðurstöðunni 3-1.
Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir ofan. Fjórir leikir eru framundan í Meistaradeildinni klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Upphitun er hafin, innslag í hálfleik og uppgjör eftir leik.