„Það er hula yfir sólinni“ Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 17. september 2024 19:46 Miklir skógareldar geisa í Portúgal. AP/Bruno Fonseca Sjö hafa farist í miklum gróðureldum sem geisa í Portúgal og á sjötta tug hafa slasast. Íslendingur í Portó segir gulleitan reykjarmökk hafa legið yfir borginni í dag og í gær. Hún hafi aldrei upplifað annað eins. Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“ Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Almannavarnir í Portúgal segja fimmtíu og fjóra gróðurelda brenna um norðanvert og mitt landið. Rúmlega fimm þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og Frakkland, Grikkland, Ítalía og Spánn hafa sent flugvélar til aðstoðar. Loka hefur þurft tveimur lestarleiðum og þónokkrum hraðbrautum, þar á meðal hraðbrautinni milli Lisbon og Portó. Allt í kringum Portó brenna skógareldar og er borgin mettuð af reyk. Hann er svo mikill að hann sást á gervihnattamyndum í dag, berast yfir Atlantshafið. Telma Tómasson fréttakona er stödd í Portó. „Þetta kemur og fer en þetta var mjög slæmt í dag. Var líka slæmt í gær, en miklu verra í dag. Það er vindasamt núna og nóttin var mjög slæm. Ég gerði þau mistök að hafa opið, og reykjarmökkinn leggur hér yfir og maður finnur sviðann í augum,“ segir Telma. Hún sá eldana þegar hún flaug til Portó fyrir nokkrum dögum síðan. Hún segir eldana ekki sjást frá borgini en fólk finni vel fyrir reyknum. Telma segir daginn í dag hafa verið verstan. Mikinn reyk leggi yfir svæðið. „Það er alveg fólk úti og ég er búin að vera úti meiri hlutann af deginum. Ég sé að fólk er að nota grímur. Fólki er ráðlagt að halda sig innandyra sem er viðkvæmt fyrir reykjarmekkinum, enda er hann stækur,“ segir Telma. Hún segist aldrei hafa upplifað svona aðstæður áður. „Þetta er mjög skrítið. Það er hula yfir sólinni, það er allt rauðgulleitt. Þegar ástandið var verst í dag sá ég ekki yfir ána, og það sást varla í húsin hérna hinu megin við ána. Það er ekki svo langt hérna á milli.“
Portúgal Náttúruhamfarir Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira