Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 07:02 Aramco hefur eytt gríðarlegum fjármunum í að reyna fegra ímynd sína undanfarin ár. Er fyrirtækið til að mynda einn helsti styrktaraðili Formúlu 1. Bradley Collyer/Getty Images Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI. Bensín og olía Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira
Á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, má finna frétt sem byggir á greiningu New Weather Institute, NWI, á meira en 200 samningum milli fyrirtækja sem þessara hér að ofan og hinna ýmsu íþrótta. NWI heldur því fram að olíu og gas fyrirtæki séu ívið meira nú að reyna grænþvo orðstír sinn. Skýrsla NWI ber heitið „Óhreinn peningur – hvernig jarðefnaeldsneytisfyrirtæki eru að menga íþróttir.“ Þar segir að fótbolti sé sú íþrótt sem er í mestu samstarfi – með flesta samninga – við slík fyrirtæki eða 58 talsins. Þar á eftir koma akstursíþróttir (38), rúgbí (17) og golf (15). Olíurisinn Aramco frá Sádi-Arabíu er með alls tíu samninga upp á einn milljarð punda eða 181 milljarð íslenskra króna. Fyrr á árinu tilkynnti Aramco að fyrirtækið væri nú í samstarfi við FIFA, Alþjóða-knattspyrnusambandið Einnig er Aramco einn af helstu styrktaraðilum Formúlu 1 sem og Alþjóða-krikketsambandsins. Þar á eftir koma Ineos (588 milljónir punda), Shell (355 milljónir punda) og TotalEnergies (257 milljónir punda). Ineos komst í heimsfréttirnar þegar stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Sir Jim Ratcliffe, keypti hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Hann hefur neitað því að félagið stundi íþróttaþvott. NWI vill að þau sem valdið hafi innan íþróttahreyfingarinnar banni félögum hreinlega að semja við fyrirtæki eins og þau sem eru nefnd hér að ofan. Á einhverjum tímapunkti hættu íþróttafélög að auglýsa tóbaksfyrirtæki og nú er komið að fyrirtækjum sem eru að menga andrúmsloftið. g„Ef íþróttir ætla að eiga sér framtíð þurfa þau að hreinsa sig af skítnum sem fylgir óhreinu fjármagni sem kemur frá fyrirtækjum sem menga hvað mest. Með því hætta þau einnig að styðja við og auglýsa eigin tortímingu,“ segir jafnframt í skýrslu NWI.
Bensín og olía Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sjá meira