Uppgjörið: Afturelding - Fjölnir 3-1 | Brenndu víti en tóku tveggja marka forystu Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. september 2024 18:32 Elmar Kári #10 skoraði opnunarmark leiksins en klúðraði síðan vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann verður í banni í úrslitaleiknum af undarlegum ástæðum afturelding Afturelding er í bílstjórasætinu í undanúrslita umspilseinvígi sínu gegn Fjölni eftir 3-1 sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Fjölnisvelli næsta mánudag klukkan 15:45. Fjölnir endaði tímabilið í Lengjudeildinni skelfilega og byrjaði þennan leik á sama hátt. Byrjuðu með boltann en misstu hann strax frá sér. Afturelding brunaði upp, lyfti boltanum yfir vörnina á Hrannar Snæ sem brunaði meðfram endalínunni og lagði út á Aron Jóhannsson sem þrumaði honum í netið. Eftir þessa mjög svo öflugu byrjun Aftureldingar hélst leikurinn annars í ágætis jafnvægi fram að hálfleik. Fjölnismenn meira með boltann en sköpuðu mjög lítið, Afturelding meira ógnandi í sínum aðgerðum og komust í betri færi en gerðu sér ekki mat úr því. Aftur byrjaði Afturelding betur þegar komið var út í seinni hálfleik, en skoruðu ekki strax í þetta sinn. Fjölni tókst að standa það af sér og jafna síðan leikinn á 64. mínútu. Miðvörðurinn Júlíus Júlíusson átti þá stórkostlegan sprett upp völlinn, skapaði algjöra óreiðu og lagði boltann til hliðar á hárréttum tímapunkti á Daníel Ingvar sem kláraði færið vel. Leikurinn hélst þó ekki jafn nema í nokkrar mínútur. Elmar Kári tók forystuna aftur fyrir Aftureldingu með glæsilegum einleik á hægri kantinum, köttaði svo inn á vinstri fótinn og þrumaði í fjærhornið. Síðustu rúmlega tuttugu mínúturnar buðu síðan upp á mikið fjör, Fjölnismenn voru nálægt því að jafna aftur og áttu skot í stöng en fengu síðan mark í andlitið. Sigurpáll Melberg átti heiðurinn að því með þrumuskoti lengst fyrir utan teig sem söng í samskeytunum, í meira lagi glæsilegt mark. Afturelding fékk tækifæri til að bæta við forystuna undir blálokin. Vítaspyrna dæmd í uppbótartíma, Elmar Kári steig á punktinn en lét verja frá sér og lokaniðurstaðan 3-1. Atvik leiksins Var milli tanna hjá öllum viðstöddum á vellinum. Elmar Kári í Aftureldingu fékk gult spjald fyrir dýfu. Spjaldið eitt og sér var mjög sérstakt, hann virtist ekki vera að biðja um neitt brot sjálfur, féll bara við. Það sem gerir atvikið svo einstakt er að Elmar verður í banni í úrslitaleiknum. Ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn, vegna þess að aganefnd KSÍ kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag og úrskurðar hann þá í bann. Ef Elmar hefði fengið annað gult spjald í leiknum hefði hann verið í banni á mánudaginn. Aganefnd úrskurðar nefnilega bara um uppsöfnuð spjöld, rauð spjöld gefa sjálfkrafa leikbann. Undarlegt svo ekki sé meira sagt. Uppfært eftir leik: Elmar nældi sér, að því virðist viljandi, í seinna gula spjaldið þegar búið var að flauta leikinn af. Hefur sagt eitthvað og verður í banni á mánudag. Stjörnur og skúrkar Elmar Kári frábær fyrir Aftureldingu, þeirra besti maður. Hrannar Snær á hinum kantinum líka glæsilegur í kvöld. Jökull Andrésson ógurlega öruggur í markinu. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar í Mosfellsbænum að vana. Ótrúlegur metnaður sem hefur verið settur í utanumhald og umgjörð á leikjunum. Enginn hárgreiðslumaður, nuddari eða húðflúrari í kvöld reyndar. Það vantaði líka ekkert upp á stemninguna, sem hefur myndast með velgengni liðsins undanfarin ár og virðist vera að ná hæstu hæðum. Dómarar [6] Þórður Þorsteinn Þórðarson á flautunni. Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage með flöggin. Guðmundur Páll Friðbertsson sá fjórði. Afskaplega undarlegt spjald sem Elmari Kára var gefið, hríðlækkar einkunnina. Annars höfðu þeir ágætis stjórn á erfiðum leik. Engin fleiri fáránleg spjöld. Leyfðu leiknum mikið að fljóta og leyfðu mönnum að takast á, sem er alltaf ánægjulegt að sjá. Viðtöl „Þá slátrum við þeim, það er engin spurning“ Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.grafarvogsbúar / facebook „Strax eftir eina mínútu ná þeir að sparka yfir okkur, mjög fúlt að fá mark á sig eftir svona stuttan tíma. En ég var ánægður með svarið hjá strákunum, mér fannst við taka leikinn yfir í kjölfarið og yfirspila þá þangað til við jöfnum,“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir leik. Leikurinn hélst þó ekki lengi jafn því Afturelding skoraði nánast strax í næstu sókn og komst aftur yfir. „Rosa svekkjandi að fá þetta annað mark á sig. Við fórum líka yfir það, Elmar Kári fer alltaf á vinstri fótinn og að hleypa honum á vinstri fótinn inni í vítateig er bara, ekki gott.“ Undir lokin var Fjölnir mjög nálægt því að jafna þegar Bjarni Hafstein brenndi dauðafæri og skaut í stöngina. Afturelding brunaði strax upp hinum megin og skoraði þriðja markið. „Kristallast sumarið hjá okkur í því, klúðrum dauða, dauða, dauðafæri á fjærstönginni. Skjótum í stöngina fyrir opnu marki, ég bara skil ekki hvernig er hægt að misnota svona færi. Í staðinn fyrir að fara burt með 2-2 fáum við mark í andlitið. 3-1 en blessunarlega hélt Dóri [Halldór Snær] okkur á lífi með því að verja þetta víti. Þetta er bara tveggja marka forysta og ef við spilum eins og við spiluðum í dag, þá slátrum við þeim, það er engin spurning.“ Fyrir seinni leikinn segir Úlfur sína menn verða að nýta færin betur, en engu þurfi að breyta hvað spilamennskuna varðar. „Verðum að vera klínískari. Ef við nýttum færin okkar værum við búnir að vinna þessa deild fyrir svona mánuði síðan, en við erum bara algjörir klaufar. En við yfirspilum þá í 90 mínútur á þeirra heimavelli, við þurfum bara að halda því áfram á okkar heimavelli. Þeim líður ekki vel í Dalhúsum, á grasinu okkur, byrjum bara að minnka muninn í eitt mark og svo jöfnum við. Svo klárum við þetta, það er hundrað prósent.“ Næsti leikur fer fram á Fjölnisvelli á mánudaginn, klukkan 15:45 sökum flóðljósaleysis. Úlfur sagði það ekki hafa komið til greina að færa leikinn inn í Egilshöll og vonar að Fjölnisfólk sjái sér samt kleift að mæta á völlinn og styðja sína menn til sigurs. Þeir þurfi á því að halda og vilji hafa „stúkuna fulla af gulum treyjum þegar fagnað verður í leikslok“. „Það er mikið eftir“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.vísir / ívar fannar „Ánægður með strákana í dag, virkilega sterkir. Sérstaklega að ná inn marki undir lokin og stækka forskotið. Fannst varnarleikurinn góður, bróðurpartinn af leiknum. Virkilega ánægður að vinna leikinn í dag en það er mikið eftir, við þurfum að fara í Grafarvoginn og gera enn þá betur á mánudaginn,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. „Rosalega skemmtilegt að spila hérna undir flóðljósunum á blautum gervigrasvelli, með okkar stuðningsmenn í geggjuðu stuði. Frábær stuðningur í kvöld og ég held að stuðningsmenn eigi klárlega allavega eitt mark í dag, bara með þessum stuðningi,“ hélt hann svo áfram. Vítið ekki að fara að ráða örlögum Afturelding fékk gullið tækifæri til að breikka forystuna enn frekar fyrir seinni leikinn. Vítaspyrna í uppbótartíma sem var varin af markverði Fjölnis. „Getur horft á það tvennum augum. Auðvitað svekkjandi [að klúðra] en við gerum frábærlega í að fá þetta víti. Elmar Kári sérstaklega, og menn hafa nú klikkað á vítaspyrnum áður, við þurfum bara að stíga upp og klára dæmið. Þetta var ekki eina mómentið í leiknum, við klikkuðum líka á öðrum færum.“ Fámáll um málið á allra vörum Magnús var fámáll um seinna gula spjaldið sem Elmar Kári fékk, þó hann gæti skrifað um það bók. „Ég gæti nú skrifað heila bók um það sem hægt er að segja um það mál, en það er bara eins og það er og hann er í leikbanni í næsta leik.“ Tilefni til að skrópa Næsti leikur er svo á mánudaginn klukkan 15:45, þar sem Fjölnisvöllur uppfyllir ekki birtuskilyrði svo spilað sé hægt að kvöldi til. Fínt tilefni til að hætta fyrr í vinnu eða skrópa í skólanum að mati Magnúsar. „Ég held að það sé engum í hag að spila 15:45 á mánudegi. Auðvitað væri langskemmtilegast að spila að kvöldi til en því miður virðist það ekki vera hægt. Þetta kemur niður á stuðninginn okkar líka, við áttum stúkuna í kvöld og frábær stuðningur þannig að ég skora á alla Mosfellinga að taka sér frí í vinnu eða taka á sig eitt skróp í skólanum og mæta. Við þurfum á öllum stuðningi að halda,“ sagði Magnús að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Fjölnir Besta deild karla
Afturelding er í bílstjórasætinu í undanúrslita umspilseinvígi sínu gegn Fjölni eftir 3-1 sigur á heimavelli í fyrri leik liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Fjölnisvelli næsta mánudag klukkan 15:45. Fjölnir endaði tímabilið í Lengjudeildinni skelfilega og byrjaði þennan leik á sama hátt. Byrjuðu með boltann en misstu hann strax frá sér. Afturelding brunaði upp, lyfti boltanum yfir vörnina á Hrannar Snæ sem brunaði meðfram endalínunni og lagði út á Aron Jóhannsson sem þrumaði honum í netið. Eftir þessa mjög svo öflugu byrjun Aftureldingar hélst leikurinn annars í ágætis jafnvægi fram að hálfleik. Fjölnismenn meira með boltann en sköpuðu mjög lítið, Afturelding meira ógnandi í sínum aðgerðum og komust í betri færi en gerðu sér ekki mat úr því. Aftur byrjaði Afturelding betur þegar komið var út í seinni hálfleik, en skoruðu ekki strax í þetta sinn. Fjölni tókst að standa það af sér og jafna síðan leikinn á 64. mínútu. Miðvörðurinn Júlíus Júlíusson átti þá stórkostlegan sprett upp völlinn, skapaði algjöra óreiðu og lagði boltann til hliðar á hárréttum tímapunkti á Daníel Ingvar sem kláraði færið vel. Leikurinn hélst þó ekki jafn nema í nokkrar mínútur. Elmar Kári tók forystuna aftur fyrir Aftureldingu með glæsilegum einleik á hægri kantinum, köttaði svo inn á vinstri fótinn og þrumaði í fjærhornið. Síðustu rúmlega tuttugu mínúturnar buðu síðan upp á mikið fjör, Fjölnismenn voru nálægt því að jafna aftur og áttu skot í stöng en fengu síðan mark í andlitið. Sigurpáll Melberg átti heiðurinn að því með þrumuskoti lengst fyrir utan teig sem söng í samskeytunum, í meira lagi glæsilegt mark. Afturelding fékk tækifæri til að bæta við forystuna undir blálokin. Vítaspyrna dæmd í uppbótartíma, Elmar Kári steig á punktinn en lét verja frá sér og lokaniðurstaðan 3-1. Atvik leiksins Var milli tanna hjá öllum viðstöddum á vellinum. Elmar Kári í Aftureldingu fékk gult spjald fyrir dýfu. Spjaldið eitt og sér var mjög sérstakt, hann virtist ekki vera að biðja um neitt brot sjálfur, féll bara við. Það sem gerir atvikið svo einstakt er að Elmar verður í banni í úrslitaleiknum. Ekki í næsta leik gegn Fjölni á mánudaginn, vegna þess að aganefnd KSÍ kemur ekki saman fyrr en á þriðjudag og úrskurðar hann þá í bann. Ef Elmar hefði fengið annað gult spjald í leiknum hefði hann verið í banni á mánudaginn. Aganefnd úrskurðar nefnilega bara um uppsöfnuð spjöld, rauð spjöld gefa sjálfkrafa leikbann. Undarlegt svo ekki sé meira sagt. Uppfært eftir leik: Elmar nældi sér, að því virðist viljandi, í seinna gula spjaldið þegar búið var að flauta leikinn af. Hefur sagt eitthvað og verður í banni á mánudag. Stjörnur og skúrkar Elmar Kári frábær fyrir Aftureldingu, þeirra besti maður. Hrannar Snær á hinum kantinum líka glæsilegur í kvöld. Jökull Andrésson ógurlega öruggur í markinu. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar í Mosfellsbænum að vana. Ótrúlegur metnaður sem hefur verið settur í utanumhald og umgjörð á leikjunum. Enginn hárgreiðslumaður, nuddari eða húðflúrari í kvöld reyndar. Það vantaði líka ekkert upp á stemninguna, sem hefur myndast með velgengni liðsins undanfarin ár og virðist vera að ná hæstu hæðum. Dómarar [6] Þórður Þorsteinn Þórðarson á flautunni. Guðmundur Ingi Bjarnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage með flöggin. Guðmundur Páll Friðbertsson sá fjórði. Afskaplega undarlegt spjald sem Elmari Kára var gefið, hríðlækkar einkunnina. Annars höfðu þeir ágætis stjórn á erfiðum leik. Engin fleiri fáránleg spjöld. Leyfðu leiknum mikið að fljóta og leyfðu mönnum að takast á, sem er alltaf ánægjulegt að sjá. Viðtöl „Þá slátrum við þeim, það er engin spurning“ Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.grafarvogsbúar / facebook „Strax eftir eina mínútu ná þeir að sparka yfir okkur, mjög fúlt að fá mark á sig eftir svona stuttan tíma. En ég var ánægður með svarið hjá strákunum, mér fannst við taka leikinn yfir í kjölfarið og yfirspila þá þangað til við jöfnum,“ sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, eftir leik. Leikurinn hélst þó ekki lengi jafn því Afturelding skoraði nánast strax í næstu sókn og komst aftur yfir. „Rosa svekkjandi að fá þetta annað mark á sig. Við fórum líka yfir það, Elmar Kári fer alltaf á vinstri fótinn og að hleypa honum á vinstri fótinn inni í vítateig er bara, ekki gott.“ Undir lokin var Fjölnir mjög nálægt því að jafna þegar Bjarni Hafstein brenndi dauðafæri og skaut í stöngina. Afturelding brunaði strax upp hinum megin og skoraði þriðja markið. „Kristallast sumarið hjá okkur í því, klúðrum dauða, dauða, dauðafæri á fjærstönginni. Skjótum í stöngina fyrir opnu marki, ég bara skil ekki hvernig er hægt að misnota svona færi. Í staðinn fyrir að fara burt með 2-2 fáum við mark í andlitið. 3-1 en blessunarlega hélt Dóri [Halldór Snær] okkur á lífi með því að verja þetta víti. Þetta er bara tveggja marka forysta og ef við spilum eins og við spiluðum í dag, þá slátrum við þeim, það er engin spurning.“ Fyrir seinni leikinn segir Úlfur sína menn verða að nýta færin betur, en engu þurfi að breyta hvað spilamennskuna varðar. „Verðum að vera klínískari. Ef við nýttum færin okkar værum við búnir að vinna þessa deild fyrir svona mánuði síðan, en við erum bara algjörir klaufar. En við yfirspilum þá í 90 mínútur á þeirra heimavelli, við þurfum bara að halda því áfram á okkar heimavelli. Þeim líður ekki vel í Dalhúsum, á grasinu okkur, byrjum bara að minnka muninn í eitt mark og svo jöfnum við. Svo klárum við þetta, það er hundrað prósent.“ Næsti leikur fer fram á Fjölnisvelli á mánudaginn, klukkan 15:45 sökum flóðljósaleysis. Úlfur sagði það ekki hafa komið til greina að færa leikinn inn í Egilshöll og vonar að Fjölnisfólk sjái sér samt kleift að mæta á völlinn og styðja sína menn til sigurs. Þeir þurfi á því að halda og vilji hafa „stúkuna fulla af gulum treyjum þegar fagnað verður í leikslok“. „Það er mikið eftir“ Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.vísir / ívar fannar „Ánægður með strákana í dag, virkilega sterkir. Sérstaklega að ná inn marki undir lokin og stækka forskotið. Fannst varnarleikurinn góður, bróðurpartinn af leiknum. Virkilega ánægður að vinna leikinn í dag en það er mikið eftir, við þurfum að fara í Grafarvoginn og gera enn þá betur á mánudaginn,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik. „Rosalega skemmtilegt að spila hérna undir flóðljósunum á blautum gervigrasvelli, með okkar stuðningsmenn í geggjuðu stuði. Frábær stuðningur í kvöld og ég held að stuðningsmenn eigi klárlega allavega eitt mark í dag, bara með þessum stuðningi,“ hélt hann svo áfram. Vítið ekki að fara að ráða örlögum Afturelding fékk gullið tækifæri til að breikka forystuna enn frekar fyrir seinni leikinn. Vítaspyrna í uppbótartíma sem var varin af markverði Fjölnis. „Getur horft á það tvennum augum. Auðvitað svekkjandi [að klúðra] en við gerum frábærlega í að fá þetta víti. Elmar Kári sérstaklega, og menn hafa nú klikkað á vítaspyrnum áður, við þurfum bara að stíga upp og klára dæmið. Þetta var ekki eina mómentið í leiknum, við klikkuðum líka á öðrum færum.“ Fámáll um málið á allra vörum Magnús var fámáll um seinna gula spjaldið sem Elmar Kári fékk, þó hann gæti skrifað um það bók. „Ég gæti nú skrifað heila bók um það sem hægt er að segja um það mál, en það er bara eins og það er og hann er í leikbanni í næsta leik.“ Tilefni til að skrópa Næsti leikur er svo á mánudaginn klukkan 15:45, þar sem Fjölnisvöllur uppfyllir ekki birtuskilyrði svo spilað sé hægt að kvöldi til. Fínt tilefni til að hætta fyrr í vinnu eða skrópa í skólanum að mati Magnúsar. „Ég held að það sé engum í hag að spila 15:45 á mánudegi. Auðvitað væri langskemmtilegast að spila að kvöldi til en því miður virðist það ekki vera hægt. Þetta kemur niður á stuðninginn okkar líka, við áttum stúkuna í kvöld og frábær stuðningur þannig að ég skora á alla Mosfellinga að taka sér frí í vinnu eða taka á sig eitt skróp í skólanum og mæta. Við þurfum á öllum stuðningi að halda,“ sagði Magnús að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti