Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 16:46 Einar Örn Ólafsson er stærsti hluthafi Gnitaness, sem vill sjá Seljuveg 12 á nauðungarsölu. Vísir/Fasteignamarkaðurinn Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna. Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna.
Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Sjá meira