Vinnuslys töluvert tíðari á Íslandi en í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 20:00 Algengara er að slys verði við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Ekki hafa fleiri látist í vinnuslysum við mannvirkjagerð á Íslandi í sex ár. Vinnuslys eru sögð umtalsvert tíðari við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári. Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári.
Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Sjá meira
Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11