Sport

„Ég get ekki fellt Vestra“

Íþróttadeild Vísis skrifar
Vestri og HK eru í mikilli fallbaráttu.
Vestri og HK eru í mikilli fallbaráttu. Vísir/HAG

Besta sætið snéri aftur úr sumarfríi í dag en í dag var farið yfir fréttir vikunnar eins og venjan er á föstudögum.

Úrslitakeppnin í Bestu deild karla hefst á sunnudag og í neðri hlutanum eru fjögur lið í mikilli fallhættu.

Henry Birgir Gunnarsson, Stefán Árni Pálsson og Valur Páll Eiríksson ræddu það hvaða lið muni að lokum falla úr deildinni.

„Öll umræða um að KR geti ekki fallið er búin að fara lengst inn í hausinn á leikmönnum liðsins. Þeir geta svo sannarlega fallið. Því fyrr sem þeir gera sér grein fyrir því, því betra fyrir þá,“ segir Stefán Árni Pálsson og bætti við.

„Ég ætla að fella HK og Fylki. Ég get ekki fellt Vestra. Það er prinsipp atriði hjá mér.“

Valur Páll er ekki alveg á sama máli.

„Ég spái því að HK og Vestri fari niður.“

Hlusta má á þáttinn hér á Vísi sem og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×