Uppgjörið: KR - Vestri 2-2 | Guy Smit bjargaði stigi fyrir KR Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 16:00 Guy Smit bjargaði KR-ingum. Visir/ Anton Brink KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. Fyrsta umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar hófst í dag með fallslag KR og Vestra á Meistaravöllum. Fyrir leikinn voru þrjú stig sem skildu liðin að í töflunni þegar fimm umferðir eru eftir. Vestri sat í fallsæti en gátu með sigri skellt KR þangað. Leikurinn lyktaði strax af því að mikið var undir. Vestri voru mjög þéttir fyrir og fékk KR að stýra leiknum með boltann. Heimamenn sköpuðu sér fá góð færi framan af hálfleik á meðan þau fáu færi Vestra voru stórhættuleg. Gestirnir nýttu færin hinsvegar ákaflega illa og voru það á endanum KRingar sem brutu ísinn undir lok hálfleiksins. Undirbúninginn átti Luke Rae sem átti góða fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Gyrðir Hrafn skallaði fyrir teiginn. Þar var Atli Sigurjónsson sem átti fastan skalla í slánna og í netið. Mikilvægt mark fyrir Vesturbæinga á sama tíma og Vestfirðingar þurftu að stíga framar og sækja mark eða tvö. Óhætt er að segja að seinni hálfleikurinn hafi boðið uppá meiri skemmtun þar sem mörkin létu ekki á sér standa. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði leikinn eftir 64 mínútur eftir frábæran undirbúning Silas Songani. KR jafnaði tveimur mínútum seinna með marki frá Benóný Breka Andréssyni en það var Atli Sigurjónsson sem bjó það mark til með stakri snilld. Þessu var ekki lokið því Vestri jafnaði á 76. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Benedikts Waren inná teiginn. Gustav Kjeldsen skallar boltann að markinu en Jón Arnar varnarmaður KR setur boltann í eigið net. Fleiri mörk voru ekki skoruð þrátt fyrir ágætis færi. Niðurstaðan jafntefli sem var jafnvel bara sanngjörn niðurstaða. KR var miklu meira með boltann og þorðu að halda í hann. Á sama tíma var Vestri mjög aftarlega á vellinum, gáfu lítil færi á sér en sköpuðu sér fá en góð færi. Jafnteflið breytir samt ákaflega litlu fyrir liðin um stöðuna. Eitt stig á hvort lið og bæði í jafn mikilli hættu. Atvik leiksins Á 90. mínútu komst Andri Rúnar einn innfyrir eftir að hafa farið illa með vörn KR. Markvörðurinn Guy Smit varði frábærlega og bjargaði stigi fyrir sitt lið. Þarna hefði getað skilið milli feigs og ófeigs en jafntefli var niðurstaðan. Stjörnur og skúrkar Þegar þessi lið mættust síðast á þessum velli átti Guy Smit herfilegan dag og kom Vestra inní leikinn með mistökum. Það var algjörlega öfugt farið í dag, hann átti sinn besta dag í treyju KR og hreinlega bjargaði þeim með tveimur frábærum vörslum í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða og er því maður leiksins. Atli Sigurjónsson var allt í öllu hjá KR. Hann lagði upp og skoraði mark KR og var alltaf hættulegur á vinstri kantinum. Hjá Vestfirðingum breytti Silas Songani leiknum með innkomu sinni í hálfleik. Þá er vert að nefna Eið Aron Sigurbjörnsson sem stýrði vörn Vestra vel og steig ekki feilspor í leiknum. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson átti góðan leik á flautunni. Það voru nokkur umdeild atriði, bæði lið vildu víti á einhverjum tímapunkti en miðað við endursýningar var það allt réttar ákvarðanir. Línan hjá honum var mjög góð og hélt góðri stjórn. Sýndi af hverju hann er talinn einn af betri dómurum landsins. Stemning og umgjörð Miðað við mikilvægi leiksins hefði mátt vera fleiri í stúkunni. Stemmningin var ágæt og hvöttu áhorfendur sín lið. Það er ekki hægt að biðja um betri aðstæður í lok september en þetta. Frábært veður og haustsólin skein skært. Völlurinn virtist í toppstandi og frábær leikur í dag. Besta deild karla KR Vestri
KR og Vestri skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri hluta Bestu deildar karla í dag. KR-ingar komust tvisvar yfir en Vestramenn jöfnuðu í bæði skiptin. Fyrsta umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar hófst í dag með fallslag KR og Vestra á Meistaravöllum. Fyrir leikinn voru þrjú stig sem skildu liðin að í töflunni þegar fimm umferðir eru eftir. Vestri sat í fallsæti en gátu með sigri skellt KR þangað. Leikurinn lyktaði strax af því að mikið var undir. Vestri voru mjög þéttir fyrir og fékk KR að stýra leiknum með boltann. Heimamenn sköpuðu sér fá góð færi framan af hálfleik á meðan þau fáu færi Vestra voru stórhættuleg. Gestirnir nýttu færin hinsvegar ákaflega illa og voru það á endanum KRingar sem brutu ísinn undir lok hálfleiksins. Undirbúninginn átti Luke Rae sem átti góða fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Gyrðir Hrafn skallaði fyrir teiginn. Þar var Atli Sigurjónsson sem átti fastan skalla í slánna og í netið. Mikilvægt mark fyrir Vesturbæinga á sama tíma og Vestfirðingar þurftu að stíga framar og sækja mark eða tvö. Óhætt er að segja að seinni hálfleikurinn hafi boðið uppá meiri skemmtun þar sem mörkin létu ekki á sér standa. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði leikinn eftir 64 mínútur eftir frábæran undirbúning Silas Songani. KR jafnaði tveimur mínútum seinna með marki frá Benóný Breka Andréssyni en það var Atli Sigurjónsson sem bjó það mark til með stakri snilld. Þessu var ekki lokið því Vestri jafnaði á 76. mínútu eftir frábæra aukaspyrnu Benedikts Waren inná teiginn. Gustav Kjeldsen skallar boltann að markinu en Jón Arnar varnarmaður KR setur boltann í eigið net. Fleiri mörk voru ekki skoruð þrátt fyrir ágætis færi. Niðurstaðan jafntefli sem var jafnvel bara sanngjörn niðurstaða. KR var miklu meira með boltann og þorðu að halda í hann. Á sama tíma var Vestri mjög aftarlega á vellinum, gáfu lítil færi á sér en sköpuðu sér fá en góð færi. Jafnteflið breytir samt ákaflega litlu fyrir liðin um stöðuna. Eitt stig á hvort lið og bæði í jafn mikilli hættu. Atvik leiksins Á 90. mínútu komst Andri Rúnar einn innfyrir eftir að hafa farið illa með vörn KR. Markvörðurinn Guy Smit varði frábærlega og bjargaði stigi fyrir sitt lið. Þarna hefði getað skilið milli feigs og ófeigs en jafntefli var niðurstaðan. Stjörnur og skúrkar Þegar þessi lið mættust síðast á þessum velli átti Guy Smit herfilegan dag og kom Vestra inní leikinn með mistökum. Það var algjörlega öfugt farið í dag, hann átti sinn besta dag í treyju KR og hreinlega bjargaði þeim með tveimur frábærum vörslum í fyrri hálfleik. Frábær frammistaða og er því maður leiksins. Atli Sigurjónsson var allt í öllu hjá KR. Hann lagði upp og skoraði mark KR og var alltaf hættulegur á vinstri kantinum. Hjá Vestfirðingum breytti Silas Songani leiknum með innkomu sinni í hálfleik. Þá er vert að nefna Eið Aron Sigurbjörnsson sem stýrði vörn Vestra vel og steig ekki feilspor í leiknum. Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson átti góðan leik á flautunni. Það voru nokkur umdeild atriði, bæði lið vildu víti á einhverjum tímapunkti en miðað við endursýningar var það allt réttar ákvarðanir. Línan hjá honum var mjög góð og hélt góðri stjórn. Sýndi af hverju hann er talinn einn af betri dómurum landsins. Stemning og umgjörð Miðað við mikilvægi leiksins hefði mátt vera fleiri í stúkunni. Stemmningin var ágæt og hvöttu áhorfendur sín lið. Það er ekki hægt að biðja um betri aðstæður í lok september en þetta. Frábært veður og haustsólin skein skært. Völlurinn virtist í toppstandi og frábær leikur í dag.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti