Stöð 2 Sport
Klukkan 13.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik tekur á móti Þór/KA í efra umspili Bestu deildar kvenna.
Klukkan 16.00 eru Bestu mörkin á sínum stað. Þar verður farið yfir mörk dagsins í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.
Klukkan 19.05 er komið að leik Fram og Fylkis í neðra umspili Bestu deildar karla.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16.55 er leikur New Orleans Saints og Philadelphia Eagles í NFL-deildinni á dagskrá. Klukkan 20.20 er komið að leik Dallas Cowboys og Baltimore Ravens.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 16.55 hefst NFL Red Zone. Þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 17.00 er Queen City Championship-mótið í golfi á dagskrá. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 13.50 hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Íslandsmeistarar Vals taka á móti FH í efra umspili Bestu deildar kvenna.
Vodafone Sport
Klukkan 11.30 hefst útsending frá kappakstri helgarinnar í Formúlu 1. Að þessu sinni fer hann fram í Singapúr.
Klukkan 16.25 færum við okkur til Þýskalands þar sem Wolfsburg tekur á móti Köln í þýsku úrvalsdeild kvenna.
Klukkan 21.00 er leikur Bruins og Rangers í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.
Besta deildin
Klukkan 13.50 tekur KR á móti Vestra í neðra umspili Bestu deildar karla.