Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 09:01 Edmundo González flúði til Spánar þegar ljóst varð að hann yrði tekinn höndum í heimalandinu. AP/Ariana Cubillos Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu. Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
González flúði til Spánar fyrr í þessum mánuði en Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hafði þá ítrekað hótað því að fangelsa hann og aðra leiðtoga stjórnarandstöðunnar í kjölfar umdeildra forsetakosninga í júlí. Andrúmsloftið í Venesúela hefur verið þrungið spennu eftir kosningarnar. Verulegar efasemdir eru um að kosningarnar hafi farið heiðarlega fram. González og stjórnarandstaðan heldur því fram að hann hafi fengið flest atkvæði en yfirkjörstjórn landsins lýsti Maduro sigurvegara. Hún birti þó aldrei tölur fyrir alla kjörstaði þrátt fyrir að það hefði verið venjan fram að þessu. Maduro sakaði stjórnarandstöðuna um að reyna að ræna sig völdum og lét saksóknara sinn gefa út ákæru á hendur leiðtogum hennar fyrir ýmsa meinta glæpi. Í viðtali við Reuters-fréttastofuna fyrir helgi sagði González að lífvörður hans hefði fengið upplýsingar um að öryggissveitir Maduro ætluðu sér að klófesta hann og að best væri að hann léti sig hverfa. „Ég hefði getað farið í felur en ég varð að vera frjáls til þess að gera það sem ég er að gera, að miðla því til heimsbyggðarinnar sem er að gerast í Venesúela, vera í samskiptum við þjóðarleiðtoga,“ sagði González. Þvingaður til þess að skrifa undir kosningasigur Maduro Um leið og handtökuskipun hefði verið gefin út á hendur honum segist González hafa vitað að hann ætti yfir höfði sér fangelsisvist, mögulega í einu af þeim fangelsum sem stjórn Maduro hefur breytt í pyntingarmiðstöðvar. Þá segist González hafa verið þvingaður til þess að skrifa undir bréf þess efnis að hann sætti sig við sigur Maduro áður en hann yfirgaf Venesúela. Þá hafi menn Maduro tekið myndir af honum sem voru síðar birtar opinberlega í óþökk hans. Í skiptum hafi González fengið fyrirheit um að dóttir hans og fjölskylda hennar yrði látin í friði og sömuleiðis eignir hans sjálfs í landinu.
Venesúela Spánn Tengdar fréttir Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22 Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sjá meira
Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. 8. september 2024 21:22
Handtökuskipun á mótframbjóðanda Maduro gefin út Dómari í Venesúela gaf út handtökuskipun á hendur forsetaframbjóðanda stjórnarandstöðunnar í gær. Leiðtogum hennar hefur ítrekað verið hótað fangelsun eftir umdeildar forsetakosningar í sumar. 3. september 2024 08:49