Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. september 2024 18:24 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra sækist eftir því að gegna áfram embætti varaformanns VG. Vísir/Bjarni Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem starfandi formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Svandís hefur verið orðuð við formannsembættið en samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst hún ekki tilkynna ákvörðun sína fyrr en í fyrsta lagi á morgun. „Ég brenn fyrir umhverfisvernd, náttúruvernd, félagslegum gildum og mannréttindum og það hefur ekkert breyst. Ég tek þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til formanns að þessu sinni af því ég tel einfaldlega að það sem VG þarf á að halda núna er sterk kona í forystusæti sem hefur verið lengi í stjórnmálum,“ sagði Guðmundur Ingi um Svandísi í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vonast auðvitað til þess að við sjáum Svandísi Svavarsdóttur bjóða sig fram. Ég hef greint henni frá minni afstöðu og í mínum huga snýst þetta um að stilla upp sigurstranglegum formanni fyrir VG.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingkona VG sagðist slá ekkert út af borðinu aðspurð um formannsframboð fyrr í dag. Vongóð þrátt fyrir að mælast út af þingi Flokkurinn fékk tæplega þréttán prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en hefur nú lengi mælst með þrjú til fimm prósenta stuðning í könnunum og jafnvel enga þingmenn. Guðmundur Ingi bindur vonir við að flokkurinn sjái aukið fylgi með Svandísi í leiðtogasæti. „Við þurfum að stilla upp sigurstranglegum listum í öllum kjördæmum. Við höfum verið í mikilli málefnavinnu núna á undanförnum misserum og ég hlakka virkilega til að hitta félaga mína á landsfundi og vonandi tekst okkur að koma út þaðan enn þá kröftugri en við höfum verið. Ég vil segja það fyrir mitt leyti, og ég finn það hjá félögum mínum, að við erum hvergi nærri að baki dottinn vegna þess að ég tel erindi VG í íslenskri pólitík svo sannarlega mikið.“ Guðmundur Ingi sækist ekki einn eftir varaformannssæti flokksins en Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna hefur einnig tilkynnt framboð sitt. „Við Jódís erum góðir félagar og það er gott að fá fleiri til þess að bjóða sig fram. Það er líka bara skemmtilegt og mér finnst líka bara gott að fá mælingu á mín störf sem varaformaður og þá kannski líka sem formaður undanfarna sex mánuði,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áfram oddviti í Kraganum Guðmundur Ingi tilkynnti ákvörðun sína fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni. Landsfundur Vinstri grænna fer fram þann 4. til 6. október næstkomandi. „Ég er ekki að hætta í stjórnmálum, langt því frá. Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningu sinni. Hann segir það hafa verið heiður að leiða flokkinn frá því í vor en hann treysti engum betur til þess verks en Svandísi Svavarsdóttur. Guðmundur Ingi segist hafa greint henni frá þessari afstöðu sinni. Vill sjá sterka félagshyggjustjórn „Ég er þakklátur fyrir þau fjölmörgu tækifæri sem ég hef fengið til að hafa áhrif. Allar friðlýsingarnar sem umhverfisráðherra, lögfesting kolefnishlutleysis Íslands og það að skylda fyrirtæki og almenning til að flokka sorp. Og, í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að koma á réttlátara og einfaldara örorkulífeyriskerfi sem snertir fólk um land allt og beðið hefur verið eftir í fjöldamörg ár – og ná í gegn fyrstu landsáætluninni í málefnum fatlaðs fólks. Nú hillir auk þess undir fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Fleiri og sterkari raddir þarf til að tala fyrir náttúrunni, réttindum hinsegin fólks, kvenna, fatlaðs fólks og innflytjenda, og berjast fyrir vinstri gildum þar sem við fáum öll raunverulega að vera með í samfélaginu,“ skrifar Guðmundur Ingi. Hann kallar eftir því að „sterk félagshyggjustjórn“ sitji í Stjórnarráðinu á næsta kjörtímabili og vill eiga þátt í því að gera það að veruleika. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem starfandi formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Svandís hefur verið orðuð við formannsembættið en samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst hún ekki tilkynna ákvörðun sína fyrr en í fyrsta lagi á morgun. „Ég brenn fyrir umhverfisvernd, náttúruvernd, félagslegum gildum og mannréttindum og það hefur ekkert breyst. Ég tek þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til formanns að þessu sinni af því ég tel einfaldlega að það sem VG þarf á að halda núna er sterk kona í forystusæti sem hefur verið lengi í stjórnmálum,“ sagði Guðmundur Ingi um Svandísi í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vonast auðvitað til þess að við sjáum Svandísi Svavarsdóttur bjóða sig fram. Ég hef greint henni frá minni afstöðu og í mínum huga snýst þetta um að stilla upp sigurstranglegum formanni fyrir VG.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingkona VG sagðist slá ekkert út af borðinu aðspurð um formannsframboð fyrr í dag. Vongóð þrátt fyrir að mælast út af þingi Flokkurinn fékk tæplega þréttán prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en hefur nú lengi mælst með þrjú til fimm prósenta stuðning í könnunum og jafnvel enga þingmenn. Guðmundur Ingi bindur vonir við að flokkurinn sjái aukið fylgi með Svandísi í leiðtogasæti. „Við þurfum að stilla upp sigurstranglegum listum í öllum kjördæmum. Við höfum verið í mikilli málefnavinnu núna á undanförnum misserum og ég hlakka virkilega til að hitta félaga mína á landsfundi og vonandi tekst okkur að koma út þaðan enn þá kröftugri en við höfum verið. Ég vil segja það fyrir mitt leyti, og ég finn það hjá félögum mínum, að við erum hvergi nærri að baki dottinn vegna þess að ég tel erindi VG í íslenskri pólitík svo sannarlega mikið.“ Guðmundur Ingi sækist ekki einn eftir varaformannssæti flokksins en Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna hefur einnig tilkynnt framboð sitt. „Við Jódís erum góðir félagar og það er gott að fá fleiri til þess að bjóða sig fram. Það er líka bara skemmtilegt og mér finnst líka bara gott að fá mælingu á mín störf sem varaformaður og þá kannski líka sem formaður undanfarna sex mánuði,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áfram oddviti í Kraganum Guðmundur Ingi tilkynnti ákvörðun sína fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni. Landsfundur Vinstri grænna fer fram þann 4. til 6. október næstkomandi. „Ég er ekki að hætta í stjórnmálum, langt því frá. Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningu sinni. Hann segir það hafa verið heiður að leiða flokkinn frá því í vor en hann treysti engum betur til þess verks en Svandísi Svavarsdóttur. Guðmundur Ingi segist hafa greint henni frá þessari afstöðu sinni. Vill sjá sterka félagshyggjustjórn „Ég er þakklátur fyrir þau fjölmörgu tækifæri sem ég hef fengið til að hafa áhrif. Allar friðlýsingarnar sem umhverfisráðherra, lögfesting kolefnishlutleysis Íslands og það að skylda fyrirtæki og almenning til að flokka sorp. Og, í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að koma á réttlátara og einfaldara örorkulífeyriskerfi sem snertir fólk um land allt og beðið hefur verið eftir í fjöldamörg ár – og ná í gegn fyrstu landsáætluninni í málefnum fatlaðs fólks. Nú hillir auk þess undir fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Fleiri og sterkari raddir þarf til að tala fyrir náttúrunni, réttindum hinsegin fólks, kvenna, fatlaðs fólks og innflytjenda, og berjast fyrir vinstri gildum þar sem við fáum öll raunverulega að vera með í samfélaginu,“ skrifar Guðmundur Ingi. Hann kallar eftir því að „sterk félagshyggjustjórn“ sitji í Stjórnarráðinu á næsta kjörtímabili og vill eiga þátt í því að gera það að veruleika. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10
Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent