„Við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2024 18:33 Jökull Andrésson var mikilvægur í marki Aftureldingar og sparaði stuðningsmönnum liðsins ekki hrósið. vísir „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Mig langaði að hjálpa þessum geggjuðu strákum að komast aftur í úrslitaleikinn. Nú er bara eitt í boði, það er að vinna þetta,“ sagði markmaðurinn Jökull Andrésson sem er á leiðinni með Aftureldingu í úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni. Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum. Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Afturelding vann undanúrslitaeinvígið gegn Fjölni 3-1. Öll mörkin komu í fyrri leiknum, í dag vann Afturelding mikinn varnarsigur og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Stúkan var algjörlega í eigu gestanna, sem höfðu mun hærra en heimamenn og fögnuðu hátt með sínu liði eftir leik. Jökull veitti viðtal í fagnaðarlátunum og var gríðarlega þakklátur þeim sem stóðu í kring. „Þetta eru bara mestu meistarar sem til eru á jörðinni, við Mosfellingar erum öðruvísi, við erum sérstakir. Gerum allt til að styðja okkar menn, við fundum fyrir því í dag og ég er alveg ótrúlega þakklátur fyrir það.“ Í leiknum sjálfum átti Jökull nokkrar góðar vörslur, greip fjölda fyrirgjafa og var heilt yfir mjög mikilvægur fyrir sína menn. Hann vildi þó ekki eiga mikinn heiður og sagði liðsheildina hafa skilað sér. „Alltaf gaman að hjálpa til en það er kannski svona tíu prósent af varnarleiknum. Þessir strákar fyrir framan mig, vörnin, miðjan og meira að segja sóknarmennirnir; Þetta er besta liðsheild sem ég hef spilað með á ævinni. Ég er að njóta mín svo mikið, ég fæ kannski 2-3 skot á mig meðan þeir eru að skalla alla bolta, blokka öll skot. Þetta er ekkert nema liðsheild og ég bara elska okkur.“ Jökull kom til liðsins í sumar eftir að hafa verið hjá Reading síðustu sjö ár. Félagaskipti sem vöktu mikla athygli, enda er markmaðurinn fær um að spila á töluvert hærra getustigi. Vitað er að fleiri kostir stóðu honum til boða og óvíst er hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu eftir tímabilið. „Við sjáum til með það. Ég er bara að njóta mín núna, fókus á næsta leik svo bara sér maður til. Ég allavega elska þessa stráka, elska að vera hérna með stuðningsmönnunum, þetta er bara geggjað. Klárum úrslitaleikinn og svo sjáum við til,“ sagði Jökull að lokum.
Lengjudeild karla Afturelding Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira