Bjarkey ekki undir feldi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 24. september 2024 11:29 Bjarkey Olsen styður Svandísi heilshugar. Vísir/Sigurjón Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Þetta staðfesti hún í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Skömmu áður hafði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra tilkynnt að hún myndi gefa kost á sér í formannssætið á landsfundi, sem hefst eftir tíu daga. Bjarkey segir að hún styðji Svandísi heilshugar, hún hafi verið lengi í pólitík og hún telji hana sterkan kandídat fyrir Vinstri græn til þess að sækja traustið til þess hóps sem fjarað hafi undan á undanförnum árum. Skráning á landsfundinn bendi til þess að fólki finnist mikilvægt að Vinstri græn nái inn á Alþingi að loknum kosningum. Fólki sé ekki sama. Kosningar í vor hafi ekki verið ræddar Svandís segist telja það eðlilegast ef kosið yrði strax í vor og nýhafinn þingvetur yrði sá síðasti á kjörtímabilinu. Bjarkey segir það ekki hafa verið rætt sérstaklega í ríkisstjórninni hvort boðað verði til kosninga í vor í stað næsta hausts. „Það hefur oft verið talað um það að það sé betra að kjósa að vori en að hausti. Við verðum bara að sjá til hvort það verði niðustaðan. Ríkisstjórnarsamstarfið flókið Verða heitar umræður um ríkisstjórnarsamstarfið á sjö ára afmæli þess á landsfundinum? „Það væri óeðlilegt ef það verða ekki sterk skoðanaskipti, eins og alltaf á milli Vinstri grænna. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að geta talað saman hreint út um erfið mál. Þetta ríkisstjórnarsamstarf hefur sannarlega verið mjög flókið á köflum, svo vægt sé til orða tekið.“ Þá segir hún að Vinstri græn hafi alls ekki náð öllum sínum málum fram í samstarfinu. Til að mynda sé fjöldi mála undir hjá henni í sjávarútveginum sem hún myndi vilja sjá klárast í vetur. „Nei, nei. Við erum ekki búin.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Tengdar fréttir Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24 Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Jódís fer fram gegn Guðmundi Inga í varaformann VG Jódís Skúladóttir þingkona Vinstri grænna gefur kost á sér í embætti varaformanns Vinstri grænna sem fer fram á landsfundi flokksins þarnæstu helgi. Jódís fer þannig fram gegn sitjandi formanni, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, sem tilkynnti fyrr í dag að hann ætli sér ekki að sækja eftir embætti formanns en vilji vera varaformaður, líkt og hann var. 23. september 2024 18:24
Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. 23. september 2024 18:24