Aron spilar með Joselu og Rodrigo Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 13:28 Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í katarska boltann. Getty/Simon Holmes Liðið sem Aron Einar Gunnarsson mun spila með í Katar heitir Al-Gharafa og endaði í 3. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild. Katarski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira
Aron staðfestir þetta við Fótbolta.net í dag og segir að hann hafi fengið samningi sínum við Þór rift fyrr í þessum mánuði, fyrir lokaumferðina í Lengjudeildinni, til þess að eiga þess kost að komast að í Katar. Hömlur eru á fjölda erlendra leikmanna í katörsku deildinni en Aron stefnir á að spila með Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu, að minnsta kosti sjö leiki. „Þetta var spennandi möguleiki fyrir mig til að koma mér inn í hlutina aftur, spila áfram úti. Ef að vel gengur þá gæti verið möguleiki á því að ég verði skráður í deildarhópinn líka hjá félaginu. Þetta opnar fleiri dyr fyrir mig að vera hérna úti,“ segir Aron við Fótbolta.net. Á meðal erlendra leikmanna Al-Gharafa eru Spánverjarnir Joselu og Rodrigo. Joselu var framherji Real Madrid á síðustu leiktíð og reyndist til að mynda hetja liðsins þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Bayern München, á leið Real að Evrópumeistaratitlinum. Rodrigo lék í þrjú ár með Leeds á Englandi og var áður hjá Valencia og Benfica. Joselu lék með spænska landsliðinu í síðasta mánuði. Aron Einar stefnir á endurkomu í íslenska landsliðið.Getty/Daniela Porcelli Al-Gharafa er í 4. sæti katörsku úrvalsdeildarinnar eftir fimm umferðir, með átta stig. Gamla liðið hans Arons í Katar, Al-Arabi, er í 9. sæti með fjögur stig. Öllum hnútum kunnugur í Katar Aron, sem er 35 ára gamall, er öllum hnútum kunnugur í Katar eftir að hafa spilað þar með Al-Arabi á árunum 2019-2024, við góðan orðstír. Í apríl tók hann þátt í því að vinna Ofurbikar Katar og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og var það þriðji titill hans með Al-Arabi, áður en hann kvaddi og samdi svo við Þór. Aron kom við sögu í sex leikjum með Þór í sumar, átján árum eftir að hafa haldið á brott í atvinnumennsku, og hann skoraði eitt mark í Lengjudeildinni. Þórsarar höfnuðu þar í tíunda sæti en þó langt frá fallsæti. Aron er einn leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi með 103 A-landsleiki, og alls 137 leiki í íslenska landsliðsbúningnum, en hann spilaði síðast landsleik í nóvember 2023, þegar Ísland mætti Slóvakíu ytra. Åge Hareide landsliðsþjálfari sagði fyrir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni í haust, fyrir mánuði síðan, að Aron kæmist ekki í landsliðið á meðan að hann væri leikmaður Þórs. Hann yrði að spila í sterkari deild.
Katarski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Liverpool með fullt hús stiga Sjá meira